Erlent

Skot­á­rásin í Flórída á föstu­dag rann­sökuð sem hryðju­verk

Eiður Þór Árnason skrifar
Salman, konungur Sádi-Arabíu, hefur fordæmt skotárásina.
Salman, konungur Sádi-Arabíu, hefur fordæmt skotárásina. Vísir/AP
Skotárásin sem átti sér stað síðasta föstudag í herstöð bandaríska flughersins í bænum Pensacola í Flórída er nú rannsökuð sem hryðjuverk.

Bandaríska alríkislögreglan FBI staðfesti þetta í dag. Árásarmaðurinn, sem er sagður vera frá Sádí-Arabíu, er talinn hafa birt færslu á Twitter stuttu áður en hann hóf árásina þar sem hann fordæmdi meðal annars stuðning Bandaríkjamanna við stjórnvöld í Ísrael. AP fréttastofan greinir frá þessu.

Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn 21 árs gamli Mohammed Alshamrani og stundaði hann flugnám í herstöðinni. Alshamrani skaut þrjá til bana og særði minnst átta. Hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu.

Rannsakendur reyna meðal annars að komast að því hvort að Alshamrani hafi verið einn að verki eða framið árásina í samráði við aðra. Einnig er skoðað hvort að hann hafi haft einhverjar tengingar við hryðjuverkahópa.

Bandarísk yfirvöld eru líka að athuga hvort umræddar samfélagsmiðlafærslurnar hafi verið skrifaðar af honum sjálfum eða fengnar annars staðar frá.

Árásin í Pensavola var önnur árásin á bandarískri herstöð í síðustu viku en bandarískur hermaður skaut tvo til bana á herstöðinni í Pearl Harbor á Hawaii síðasta miðvikudag.


Tengdar fréttir

Skotárás í flotastöð í Flórída

Tveir létu lífið og nokkrir særðust í skotárás í herstöð bandaríska flughersins í bænum Pensacola í Flórída í Bandaríkjunum á þriðja tímanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×