Stjörnurnar þrifu upp eggin og gáfu gjafabréf Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 8. desember 2019 18:21 Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30
Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57