Borgarleikhúsið setur upp verk um Villa Vill: „Tvær hliðar á sömu plötunni“ Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 16:30 Áður hefur verið sett upp verk um systur Vilhjálms. Elly. Vísir/Hanna Leikverk byggt á ævi söngvarans Vilhjálms Hólmars Vilhjálmssonar verður sett upp á fjölum Borgarleikhússins á næsta leikári. Höfundar verksins eru þeir sömu og settu upp vinsælasta leikverk Borgarleikhússins frá upphafi, Elly. Leikstjóri verksins segir að um sé að ræða aðra hlið á sömu plötunni. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri er annar höfunda fyrirhugaðs verks, ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Í samtali við Vísi segir Gísli Örn að hugmyndin að verki um Villa hafi sprottið upp áður en að ákveðið var að setja Elly á svið. „Hugmyndin að Villa sprettur upp áður en við ákveðum að setja upp Elly, það eru örugglega komin fimm ár síðan,“ sagði Gísli Örn. Elly sem frumsýnd var í mars 2017 varð með tímanum vinsælasta sýning Borgarleikhússins, ekkert verk hefur verið sýnt jafn oft og yfir hundrað þúsund manns sáu verkið í Borgarleikhúsinu.Lést 33 ára að aldri Gísli segir að líklegast verði stokkað upp í leikaraliðinu. „Nú erum við að stíga skref til baka frá Elly og byrja upp á nýtt.“ Verkið sé þó ekki komið á það stig að nokkuð sé ráðið í þeim efnum. Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist 11. apríl árið 1945 í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Villi var yngstur fimm systkina, Elly var næst elst systkinanna. Villi hóf árið 1965 að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal en tónlistin varð aðalstarf Vilhjálms árið 1967. Villi og Elly sungu jafnan saman og kom platan Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman árið 1969. Unnu þau alls fjórar plötur saman og náðu þær allar miklum vinsældum. Vilhjálmur lauk flugnámi og fluttist búferlum til Lúxemborgar árið 1970. Átta árum síðar lét hann lífið í smáríkinu í sviplegu umferðarslysi. Gísli Örn segir að í verkinu verði ævisagan Villa rakin. „Ævi Vilhjálms varð þó ekki löng, því miður.“ Gísli Örn Garðarson er annar höfunda verksins.Vísir/GettyVinnur að mörgum verkefnum en hlutirnir skýrast eftir áramót Gísli Örn segir að við undirbúningsvinnu verði rétt við þá sem þekktu Vilhjálm, þar á meðal börn hans. „Áður en við settum upp Elly ræddum við alla sem þekktu Villa og Elly og fengum að heyra fullt af sögum,“ segir Gísli og bætir við að nú hefjist það starf aftur. „Við ákváðum að setja Villa upp af því að við þekkjum lögin hans svo vel en þekki hann svo lítið,“ segir Gísli Örn.Ekki er ljóst hvenær verkið verður frumsýnt en Gísli Örn segir að nú fari vinna í hönd og frekari upplýsingar verði til reiðu fljótlega eftir áramót. Nú er verkefnið hjá Gísla Erni hins vegar stórt, að finna Villa.Uppfært klukkan 19:00: Fréttin var uppfærð til að árétta að áætlað er að sýningin verði frumsýnd á næsta leikári Borgarleikhússins, það er árið 2020-2021. Leikhús Reykjavík Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Leikverk byggt á ævi söngvarans Vilhjálms Hólmars Vilhjálmssonar verður sett upp á fjölum Borgarleikhússins á næsta leikári. Höfundar verksins eru þeir sömu og settu upp vinsælasta leikverk Borgarleikhússins frá upphafi, Elly. Leikstjóri verksins segir að um sé að ræða aðra hlið á sömu plötunni. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri er annar höfunda fyrirhugaðs verks, ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Í samtali við Vísi segir Gísli Örn að hugmyndin að verki um Villa hafi sprottið upp áður en að ákveðið var að setja Elly á svið. „Hugmyndin að Villa sprettur upp áður en við ákveðum að setja upp Elly, það eru örugglega komin fimm ár síðan,“ sagði Gísli Örn. Elly sem frumsýnd var í mars 2017 varð með tímanum vinsælasta sýning Borgarleikhússins, ekkert verk hefur verið sýnt jafn oft og yfir hundrað þúsund manns sáu verkið í Borgarleikhúsinu.Lést 33 ára að aldri Gísli segir að líklegast verði stokkað upp í leikaraliðinu. „Nú erum við að stíga skref til baka frá Elly og byrja upp á nýtt.“ Verkið sé þó ekki komið á það stig að nokkuð sé ráðið í þeim efnum. Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist 11. apríl árið 1945 í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Villi var yngstur fimm systkina, Elly var næst elst systkinanna. Villi hóf árið 1965 að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal en tónlistin varð aðalstarf Vilhjálms árið 1967. Villi og Elly sungu jafnan saman og kom platan Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman árið 1969. Unnu þau alls fjórar plötur saman og náðu þær allar miklum vinsældum. Vilhjálmur lauk flugnámi og fluttist búferlum til Lúxemborgar árið 1970. Átta árum síðar lét hann lífið í smáríkinu í sviplegu umferðarslysi. Gísli Örn segir að í verkinu verði ævisagan Villa rakin. „Ævi Vilhjálms varð þó ekki löng, því miður.“ Gísli Örn Garðarson er annar höfunda verksins.Vísir/GettyVinnur að mörgum verkefnum en hlutirnir skýrast eftir áramót Gísli Örn segir að við undirbúningsvinnu verði rétt við þá sem þekktu Vilhjálm, þar á meðal börn hans. „Áður en við settum upp Elly ræddum við alla sem þekktu Villa og Elly og fengum að heyra fullt af sögum,“ segir Gísli og bætir við að nú hefjist það starf aftur. „Við ákváðum að setja Villa upp af því að við þekkjum lögin hans svo vel en þekki hann svo lítið,“ segir Gísli Örn.Ekki er ljóst hvenær verkið verður frumsýnt en Gísli Örn segir að nú fari vinna í hönd og frekari upplýsingar verði til reiðu fljótlega eftir áramót. Nú er verkefnið hjá Gísla Erni hins vegar stórt, að finna Villa.Uppfært klukkan 19:00: Fréttin var uppfærð til að árétta að áætlað er að sýningin verði frumsýnd á næsta leikári Borgarleikhússins, það er árið 2020-2021.
Leikhús Reykjavík Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira