Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2019 17:30 Óli og Marta voru glæsileg á sviðinu þrátt fyrir að hafa verið send heim í kvöld. Vísir/M. Flóvent Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00 Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30
Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00
Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08