Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2019 12:45 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er eplaskífur. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Eplaskífur - Aðventumolar Árna í Árdal Það furðulega við eplaskífur er að í þeim eru engin epli og svo eru þær ekki skífulaga. Upphaflega voru þetta raunverulegar eplaskífur sem dýft var í soppu og djúpsteiktar. Steikingin færðist síðan yfir í sérstakar pönnur og af einhverjum ástæðum hverfa eplin síðan algjörlega. Með eða án epla þá eru skífurnar - eða réttara sagt boltarnir - dásamlegir með góðri sultu og rjúkandi kaffibolla.Innihald 250 grömm hveiti ¼ teskeið salt 1 matskeið sykur 1 teskeið malaðar kardimommur 1 teskeið matarsódi Rifinn börkur af ½ sítrónu 400 millilítrar súrmjólk 3 egg, aðskilin 50 grömm smjör, bráðiðLeiðbeiningarBlandið hveiti, salti, sykri, kardimommum, matarsóda og sítrónuberki í skál. Hrærið saman súrmjólk, eggjarauður og bráðnu smjöri í mælikönnu. Hellið nú blautefnunum í þurrefnin og hrærið saman þar til myndast hefur kekkjótt soppa.Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þriðjungnum saman við soppuna þar til blandan hefur samlagast. Bætið nú við restinni af eggjahvítunum og blandið varlega saman.Hitið eplaskífupönnu yfir miðlungshita og penslið hvern bolla með dálitlu smjöri. Setjið soppuna í sprautupoka með nokkuð litlum stút og fyllið hvern bolla um það bil ¾ fulla en einnig er hægt að nota tvær skeiðar við verkið.Þegar loftbólur eru byrjaðar að rísa upp á yfirborðið er kominn tími til að athuga eplaskífurnar. Notið tvo tannstöngla til að snúa eplaskífunum 90°, þannig að þær standa núna upp á rönd. Það myndast holt rými í bakaða hlutanum sem þarf að fylla með meiri soppu. Með þessu móti verður eplaskífan kringlóttari. Í stað soppunnar er einnig hægt að setja eplabita, súkkulaði og jafnvel sultu.Snúið nú eplaskífunum um aðrar 90° og lokið þeim. Snúið þeim reglulega til að þær brúnist jafnt allan hringinn. Til að athuga hvort þær eru tilbúnar stingið tannstöngli í miðju skífanna og ef hann kemur hreinn út má taka þær af pönnunni.Sáldrið flórsykri eða fínkornóttum sykri yfir eplaskífurnar og berið fram með góðri sultu. Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Matur Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Alfajores Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 4. desember 2019 12:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er eplaskífur. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Eplaskífur - Aðventumolar Árna í Árdal Það furðulega við eplaskífur er að í þeim eru engin epli og svo eru þær ekki skífulaga. Upphaflega voru þetta raunverulegar eplaskífur sem dýft var í soppu og djúpsteiktar. Steikingin færðist síðan yfir í sérstakar pönnur og af einhverjum ástæðum hverfa eplin síðan algjörlega. Með eða án epla þá eru skífurnar - eða réttara sagt boltarnir - dásamlegir með góðri sultu og rjúkandi kaffibolla.Innihald 250 grömm hveiti ¼ teskeið salt 1 matskeið sykur 1 teskeið malaðar kardimommur 1 teskeið matarsódi Rifinn börkur af ½ sítrónu 400 millilítrar súrmjólk 3 egg, aðskilin 50 grömm smjör, bráðiðLeiðbeiningarBlandið hveiti, salti, sykri, kardimommum, matarsóda og sítrónuberki í skál. Hrærið saman súrmjólk, eggjarauður og bráðnu smjöri í mælikönnu. Hellið nú blautefnunum í þurrefnin og hrærið saman þar til myndast hefur kekkjótt soppa.Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þriðjungnum saman við soppuna þar til blandan hefur samlagast. Bætið nú við restinni af eggjahvítunum og blandið varlega saman.Hitið eplaskífupönnu yfir miðlungshita og penslið hvern bolla með dálitlu smjöri. Setjið soppuna í sprautupoka með nokkuð litlum stút og fyllið hvern bolla um það bil ¾ fulla en einnig er hægt að nota tvær skeiðar við verkið.Þegar loftbólur eru byrjaðar að rísa upp á yfirborðið er kominn tími til að athuga eplaskífurnar. Notið tvo tannstöngla til að snúa eplaskífunum 90°, þannig að þær standa núna upp á rönd. Það myndast holt rými í bakaða hlutanum sem þarf að fylla með meiri soppu. Með þessu móti verður eplaskífan kringlóttari. Í stað soppunnar er einnig hægt að setja eplabita, súkkulaði og jafnvel sultu.Snúið nú eplaskífunum um aðrar 90° og lokið þeim. Snúið þeim reglulega til að þær brúnist jafnt allan hringinn. Til að athuga hvort þær eru tilbúnar stingið tannstöngli í miðju skífanna og ef hann kemur hreinn út má taka þær af pönnunni.Sáldrið flórsykri eða fínkornóttum sykri yfir eplaskífurnar og berið fram með góðri sultu.
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Matur Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Alfajores Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 4. desember 2019 12:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Alfajores Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 4. desember 2019 12:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15
Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00