Svar til áhyggjufulls skipstjóra Samherja Jón Trausti Reynisson skrifar 6. desember 2019 12:30 Í gær birti Vísir bréf frá skipstjóra Samherja, Páli Steingrímssyni, sem vildi koma því á framfæri að Samherji væri saklaus af mútugreiðslum uns sekt hefði verið sönnuð. Eftirfarandi er svar til skipstjórans. Auðvitað er rétt að lagalega er enginn sekur fyrr en dómur hefur fallið, og það óháð því hvort til séu gögn sem sýna fram á misgjörðir, eða hvort eitthvað hafi augljóslega verið aðhafst sem er siðferðislega rangt, eða þótt handtökur og ákærur gegn meintum samsekum aðilum hafi átt sér stað í öðru landi. Dómur er ekki fallinn yfir neinum stjórnendum Samherja og kannski fellur aldrei annar dómur en siðferðislegur. Það er virðingarvert að standa með fyrirtækinu sínu og fólkinu sínu, eins og þú gerir í grein þinni. Enginn mér vitanlega hefur hins vegar reynt að blanda almennu starfsfólki Samherja inn í mútumálið. Hvað þá Ríkisútvarpið, Stundin eða aðrir sem komu að umfjöllun um málið. Fólkið í fiskvinnslunni í Dalvík eða áhöfnin á þínu skipi, svo dæmi séu nefnd, hefur ekkert gert af sér til að verðskulda að vera gert samsekt stjórnendum fyrirtækisins. Það eru í raun eingöngu fráfarandi og núverandi forstjóri Samherja sem hafa blandað almennu starfsfólki inn í málið. Því miður hafa þeir auk þess gert kröfu til starfsfólks síns um að standa með sér í málinu. Samhliða því hafa þeir markvisst stillt umfjöllun um mútugreiðslurnar þannig fram að verið sé að gera „árásir“ á Samherja og starfsfólkið. Starfsfólkið hefur ekkert með mútugreiðslur Samherja að gera og hefur á engan hátt hagnast á þeim. Enda fara hagur starfsfólks og eigenda fyrirtækja ekki alltaf saman. Þvert á móti eru ummerki um áform helstu stjórnenda innan Samherjasamstæðunnar um að lækka laun sjómanna með viðskiptafléttum, svokallaðri undirverðlagningu. Eina leiðin til siðferðislegrar meðsektar er að láta til leiðast að verja mútugreiðslur og taka þátt í hvers kyns aðgerðum gegn þeim sem sinna þeirri skyldu sinni að láta vita af því sem er að. Það sem er síður virðingarvert þegar maður reynir að verja sitt fólk er þegar maður beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks til að ná fram tilgangi sínum. Í greininni er vörnin fyrir Samherja að stórum hluta byggð á tilgátu um óheilindi fjölmiðlamanna sem hafa greint frá mútugreiðslum Samherja. Ef það er valið sem sjálfsvarnaraðferð er rétt að horfa til þess að aðferðin er ekki beinlínis til þess fallin að undirbyggja mikilvægi grundvallarreglunnar að fólk sé saklaust uns sekt sannast. Greinin „Saklausir uns sekt sannast“ endar á þessum orðum: „Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl.“ Ef þú ert að ýja að því að umfjöllun Stundarinnar um viðskiptahætti Samherja, í samstarfi við Wikileaks, Kveik, Namibian og Al Jazeera, byggi á þeirri forsendu að Stundin hafi hagsmunatengsl vegna veiða tengds aðila við Namibíu, skil ég ekki hvers vegna þú nefnir ekki hvern úr hluthafahópi Stundarinnar þú bendlar við Namibíu og hvernig. Hluthafalisti Stundarinnar er opinber. Stundin er í meirihlutaeigu starfsmanna sem hafa komið að henni. Enginn hluthafi fer með meira en 12% í félaginu. Í samþykktum félagsins er valddreifing tryggð með því að enginn hluthafi má fara með meira en 10% atkvæða á hluthafafundi, nema með samþykki stjórnar, og enginn með meira en 15% atkvæða, hvernig sem fer. Þetta er til að tryggja að hagsmunir séu dreifðir og koma í veg fyrir sérhagsmuni og hugsanlega yfirtöku á félaginu. Ég get ekki endanlega útilokað að einn af 15-20 hluthöfum hafi stundað Afríkuveiðar á einhverjum tímapunkti í lífi sínu, eða jafnvel gert eitthvað sem þér þykir misjafnt. En hvaða máli myndi það skipta hvort sem er? Væru mútugreiðslur Samherja betri ef hægt væri að benda á að einhver sem væri tengdur einhverjum sem kom að umfjöllun um málið hefði sjálfur stundað veiðar? Eða varstu að vonast til að fá í það minnsta einhverja til að trúa því að einhver tengdur Stundinni hefði greitt mútur? Saklaus uns sekt sannast, og allt það? Ég hef verið á sjó - þó ekki við Afríku - og veit að þótt skipstjórinn hafi alltaf valdið verður hann að ávinna sér virðinguna. Mér dettur ekki annað í hug en að þú hafir raunverulegar áhyggjur af því að fyrirtækið þitt sé beitt ranglæti. Ég held ekki að þú sért handbendi eins eða neins, en þegar maður heyrir viðbrögð stjórnenda veit maður að þau geta haft mikil áhrif á gildismat á vinnustaðnum. Þegar maður fylgist með boðskap forstjóra Samherja til starfsmanna verður maður satt að segja efins hvort sé verra, að greiða milljarð í mútur eða segja frá því að einhver hafi greitt milljarð í mútur. Af umræðum forstjóra Samherja á starfsmannafundi á Dalvík að dæma er þónokkur menningarmunur á fyrirtækjunum okkar. Látum vera að hagnaður Samherja einn og sér síðustu þrjú ár er 84 sinnum meiri en öll velta Stundarinnar á sama tíma. Við höfum þurft að fara fyrir dómstóla, við höfum verið ranglega beitt valdi og haldið í lögbanni í eitt og hálft ár, en þótt við héldum á lofti vörnum fórum við ekki fram á að embættismennirnir sem báru ábyrgð yrðu settir í fangelsi eða rannsakaðir af lögreglu, eins og forstjóri Samherja krafðist með starfsfólk Seðlabankans. Við erum ekki vön að geta keypt fólk, með öðru en rökum í besta falli, og viljum það ekki. Við viljum ekki beita fólk valdi, en við viljum að fólk geti fengið upplýsingar um valdið. Samherji og tengd félög hefur yfir að ráða meiri hlutdeild í sameiginlegri auðlind Íslendinga en nokkur annar, eða hátt í 15% ef allt er tekið með. Samherji gegnir því mikilvægu hlutverki í samfélaginu, en nýtur jafnframt góðs af aðgengi að auðlindinni. Þegar hagnaðurinn var 37,4 milljarðar á þremur árum greiddi félagið 2 milljarða í veiðigjöld fyrir notkunina. Stundin hefur sem betur fer verið sjálfbær í erfiðu fjölmiðlaumhverfi og hagnast lítillega síðustu tvö ár, meðal annars í samkeppni við fjölmiðla sem eru niðurgreiddir af útgerðarmönnum eða öðrum auðmönnum, jafnvel ótilgreindum. Ástæðan er einföld, mikill meirihluti teknanna eru áskriftir sem almenningur kaupir og gera ritstjórninni kleift að starfa áfram. Eina auðlindin okkar er okkar eigin trúverðugleiki, og það er sannarlega oft reynt að taka hana frá okkur. Að mörgu leyti er það skiljanlegt, vegna þess að við birtum stundum fréttir sem eru andstæðar hagsmunum áhrifamikilla aðila. Þótt við getum gert mistök í starfi eins og aðrir er hins vegar ekkert sem við getum gert í því að fólki haldi því meðvitað fram opinberlega að hugsanlega hafi einhver sem tengist okkur verið tengdur við athæfi sem hugsanlega mögulega felur í sér mútugreiðslur eins og þær sem Samherji var staðinn að. Annað sem þú segir bera vott um trúverðugleikaskort þess hóps fjölmiðlafólks sem unnið hefur að því að upplýsa um viðskipti Samherja er að annar ritstjóri Stundarinnar og einn fréttamaður Kveiks séu systkini. Það er rétt að alltof algengt er að á Íslandi dragi tengsl fólks úr virkni aðhalds. En í tilfelli Kveiks og Stundarinnar var um samstarf að ræða, en ekki aðhaldssamband. Því kom ekki til hagsmunaáreksturs. Þetta er til dæmis ólíkt tilfellum eins og þegar sjávarútvegsráðherra hefur reglulega ruglað saman reytum við forstjóra og stóran eiganda stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, þar sem ráðherrann fer með trúnaðarstöðu í umboði almennings. Samstarfið hefur enda ekkert með systkinasamband að gera, heldur byggðist það væntanlega helst á því að Stundin helgar sig rannsóknarblaðamennsku og að blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hefur fjallað um Afríkuveiðar Íslendinga frá árinu 2012. Það er hægt að bregðast við mistökum með ýmsum hætti. Maður getur hunsað mistökin, leiðrétt mistökin, eða maður getur orðið mistökin. Engin ástæða er fyrir starfsfólk Samherja til að undirgangast neins konar siðferðislega samsekt með eigendum og stjórnendum fyrirtækis sem bera ábyrgðina og innheimta arðinn. En það er ekki heldur rangt af fjölmiðlafólki að fjalla um stórfelldar mútugreiðslur og aflandsfléttur eins stærsta fyrirtækis landsins. Það sem væri rangt væri að þegja eða breyta gildismati okkar þannig að rangt sé rétt, svo allt sem þeir geri teljist rétt.Höfundur er annar ritstjóri Stundarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Saklaus uns sekt er sönnuð Skipstjóri sem starfar hjá Samherja skrifar um Samherjaskjölin. 5. desember 2019 10:30 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í gær birti Vísir bréf frá skipstjóra Samherja, Páli Steingrímssyni, sem vildi koma því á framfæri að Samherji væri saklaus af mútugreiðslum uns sekt hefði verið sönnuð. Eftirfarandi er svar til skipstjórans. Auðvitað er rétt að lagalega er enginn sekur fyrr en dómur hefur fallið, og það óháð því hvort til séu gögn sem sýna fram á misgjörðir, eða hvort eitthvað hafi augljóslega verið aðhafst sem er siðferðislega rangt, eða þótt handtökur og ákærur gegn meintum samsekum aðilum hafi átt sér stað í öðru landi. Dómur er ekki fallinn yfir neinum stjórnendum Samherja og kannski fellur aldrei annar dómur en siðferðislegur. Það er virðingarvert að standa með fyrirtækinu sínu og fólkinu sínu, eins og þú gerir í grein þinni. Enginn mér vitanlega hefur hins vegar reynt að blanda almennu starfsfólki Samherja inn í mútumálið. Hvað þá Ríkisútvarpið, Stundin eða aðrir sem komu að umfjöllun um málið. Fólkið í fiskvinnslunni í Dalvík eða áhöfnin á þínu skipi, svo dæmi séu nefnd, hefur ekkert gert af sér til að verðskulda að vera gert samsekt stjórnendum fyrirtækisins. Það eru í raun eingöngu fráfarandi og núverandi forstjóri Samherja sem hafa blandað almennu starfsfólki inn í málið. Því miður hafa þeir auk þess gert kröfu til starfsfólks síns um að standa með sér í málinu. Samhliða því hafa þeir markvisst stillt umfjöllun um mútugreiðslurnar þannig fram að verið sé að gera „árásir“ á Samherja og starfsfólkið. Starfsfólkið hefur ekkert með mútugreiðslur Samherja að gera og hefur á engan hátt hagnast á þeim. Enda fara hagur starfsfólks og eigenda fyrirtækja ekki alltaf saman. Þvert á móti eru ummerki um áform helstu stjórnenda innan Samherjasamstæðunnar um að lækka laun sjómanna með viðskiptafléttum, svokallaðri undirverðlagningu. Eina leiðin til siðferðislegrar meðsektar er að láta til leiðast að verja mútugreiðslur og taka þátt í hvers kyns aðgerðum gegn þeim sem sinna þeirri skyldu sinni að láta vita af því sem er að. Það sem er síður virðingarvert þegar maður reynir að verja sitt fólk er þegar maður beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks til að ná fram tilgangi sínum. Í greininni er vörnin fyrir Samherja að stórum hluta byggð á tilgátu um óheilindi fjölmiðlamanna sem hafa greint frá mútugreiðslum Samherja. Ef það er valið sem sjálfsvarnaraðferð er rétt að horfa til þess að aðferðin er ekki beinlínis til þess fallin að undirbyggja mikilvægi grundvallarreglunnar að fólk sé saklaust uns sekt sannast. Greinin „Saklausir uns sekt sannast“ endar á þessum orðum: „Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl.“ Ef þú ert að ýja að því að umfjöllun Stundarinnar um viðskiptahætti Samherja, í samstarfi við Wikileaks, Kveik, Namibian og Al Jazeera, byggi á þeirri forsendu að Stundin hafi hagsmunatengsl vegna veiða tengds aðila við Namibíu, skil ég ekki hvers vegna þú nefnir ekki hvern úr hluthafahópi Stundarinnar þú bendlar við Namibíu og hvernig. Hluthafalisti Stundarinnar er opinber. Stundin er í meirihlutaeigu starfsmanna sem hafa komið að henni. Enginn hluthafi fer með meira en 12% í félaginu. Í samþykktum félagsins er valddreifing tryggð með því að enginn hluthafi má fara með meira en 10% atkvæða á hluthafafundi, nema með samþykki stjórnar, og enginn með meira en 15% atkvæða, hvernig sem fer. Þetta er til að tryggja að hagsmunir séu dreifðir og koma í veg fyrir sérhagsmuni og hugsanlega yfirtöku á félaginu. Ég get ekki endanlega útilokað að einn af 15-20 hluthöfum hafi stundað Afríkuveiðar á einhverjum tímapunkti í lífi sínu, eða jafnvel gert eitthvað sem þér þykir misjafnt. En hvaða máli myndi það skipta hvort sem er? Væru mútugreiðslur Samherja betri ef hægt væri að benda á að einhver sem væri tengdur einhverjum sem kom að umfjöllun um málið hefði sjálfur stundað veiðar? Eða varstu að vonast til að fá í það minnsta einhverja til að trúa því að einhver tengdur Stundinni hefði greitt mútur? Saklaus uns sekt sannast, og allt það? Ég hef verið á sjó - þó ekki við Afríku - og veit að þótt skipstjórinn hafi alltaf valdið verður hann að ávinna sér virðinguna. Mér dettur ekki annað í hug en að þú hafir raunverulegar áhyggjur af því að fyrirtækið þitt sé beitt ranglæti. Ég held ekki að þú sért handbendi eins eða neins, en þegar maður heyrir viðbrögð stjórnenda veit maður að þau geta haft mikil áhrif á gildismat á vinnustaðnum. Þegar maður fylgist með boðskap forstjóra Samherja til starfsmanna verður maður satt að segja efins hvort sé verra, að greiða milljarð í mútur eða segja frá því að einhver hafi greitt milljarð í mútur. Af umræðum forstjóra Samherja á starfsmannafundi á Dalvík að dæma er þónokkur menningarmunur á fyrirtækjunum okkar. Látum vera að hagnaður Samherja einn og sér síðustu þrjú ár er 84 sinnum meiri en öll velta Stundarinnar á sama tíma. Við höfum þurft að fara fyrir dómstóla, við höfum verið ranglega beitt valdi og haldið í lögbanni í eitt og hálft ár, en þótt við héldum á lofti vörnum fórum við ekki fram á að embættismennirnir sem báru ábyrgð yrðu settir í fangelsi eða rannsakaðir af lögreglu, eins og forstjóri Samherja krafðist með starfsfólk Seðlabankans. Við erum ekki vön að geta keypt fólk, með öðru en rökum í besta falli, og viljum það ekki. Við viljum ekki beita fólk valdi, en við viljum að fólk geti fengið upplýsingar um valdið. Samherji og tengd félög hefur yfir að ráða meiri hlutdeild í sameiginlegri auðlind Íslendinga en nokkur annar, eða hátt í 15% ef allt er tekið með. Samherji gegnir því mikilvægu hlutverki í samfélaginu, en nýtur jafnframt góðs af aðgengi að auðlindinni. Þegar hagnaðurinn var 37,4 milljarðar á þremur árum greiddi félagið 2 milljarða í veiðigjöld fyrir notkunina. Stundin hefur sem betur fer verið sjálfbær í erfiðu fjölmiðlaumhverfi og hagnast lítillega síðustu tvö ár, meðal annars í samkeppni við fjölmiðla sem eru niðurgreiddir af útgerðarmönnum eða öðrum auðmönnum, jafnvel ótilgreindum. Ástæðan er einföld, mikill meirihluti teknanna eru áskriftir sem almenningur kaupir og gera ritstjórninni kleift að starfa áfram. Eina auðlindin okkar er okkar eigin trúverðugleiki, og það er sannarlega oft reynt að taka hana frá okkur. Að mörgu leyti er það skiljanlegt, vegna þess að við birtum stundum fréttir sem eru andstæðar hagsmunum áhrifamikilla aðila. Þótt við getum gert mistök í starfi eins og aðrir er hins vegar ekkert sem við getum gert í því að fólki haldi því meðvitað fram opinberlega að hugsanlega hafi einhver sem tengist okkur verið tengdur við athæfi sem hugsanlega mögulega felur í sér mútugreiðslur eins og þær sem Samherji var staðinn að. Annað sem þú segir bera vott um trúverðugleikaskort þess hóps fjölmiðlafólks sem unnið hefur að því að upplýsa um viðskipti Samherja er að annar ritstjóri Stundarinnar og einn fréttamaður Kveiks séu systkini. Það er rétt að alltof algengt er að á Íslandi dragi tengsl fólks úr virkni aðhalds. En í tilfelli Kveiks og Stundarinnar var um samstarf að ræða, en ekki aðhaldssamband. Því kom ekki til hagsmunaáreksturs. Þetta er til dæmis ólíkt tilfellum eins og þegar sjávarútvegsráðherra hefur reglulega ruglað saman reytum við forstjóra og stóran eiganda stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, þar sem ráðherrann fer með trúnaðarstöðu í umboði almennings. Samstarfið hefur enda ekkert með systkinasamband að gera, heldur byggðist það væntanlega helst á því að Stundin helgar sig rannsóknarblaðamennsku og að blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hefur fjallað um Afríkuveiðar Íslendinga frá árinu 2012. Það er hægt að bregðast við mistökum með ýmsum hætti. Maður getur hunsað mistökin, leiðrétt mistökin, eða maður getur orðið mistökin. Engin ástæða er fyrir starfsfólk Samherja til að undirgangast neins konar siðferðislega samsekt með eigendum og stjórnendum fyrirtækis sem bera ábyrgðina og innheimta arðinn. En það er ekki heldur rangt af fjölmiðlafólki að fjalla um stórfelldar mútugreiðslur og aflandsfléttur eins stærsta fyrirtækis landsins. Það sem væri rangt væri að þegja eða breyta gildismati okkar þannig að rangt sé rétt, svo allt sem þeir geri teljist rétt.Höfundur er annar ritstjóri Stundarinnar.
Saklaus uns sekt er sönnuð Skipstjóri sem starfar hjá Samherja skrifar um Samherjaskjölin. 5. desember 2019 10:30
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun