Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Samúel Karl Ólason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. desember 2019 22:18 Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira