Justin Timberlake bað Jessicu Biel afsökunar á hegðun sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:15 Hjónin Jessica Biel og Justin Timberlake. vísir/getty Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST Hollywood Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST
Hollywood Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira