Anton eftir þriggja Íslandsmeta daginn: „Aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2019 19:08 Anton Sveinn var ánægður með dagsverkið. vísir/anton Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30
Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10
Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12