Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 18:05 Ölgerðin hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar. Vísir/Vilhelm „Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. Í yfirlýsingunni segir að málið snúist um starfsmenn Ölgerðarinnar sem vinni í sömu deildum en séu í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hafi verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum njóti allir sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðgerðir sem afarkosti biðjist Ölgerðin velvirðingar á því.Samkvæmt heimildum Vísis boðaði Ölgerðin bílstjóra, starfsmenn á lager og verksmiðju á fund í síðustu viku. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuvikuÍ yfirlýsingu Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið virði alla kjarasamninga, réttindi og skyldur starfsmanna og harmi rangfærslur sem birst hafa. Í fréttaflutningi af málinu hafi verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku, það sé rangt. Starfsmenn hafi þegar unnið sér inn þau réttindi og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið. Ekki hafi staðið til að gera breytingar á því.Yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni má sjá hér að neðan:Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. Í yfirlýsingunni segir að málið snúist um starfsmenn Ölgerðarinnar sem vinni í sömu deildum en séu í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hafi verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum njóti allir sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðgerðir sem afarkosti biðjist Ölgerðin velvirðingar á því.Samkvæmt heimildum Vísis boðaði Ölgerðin bílstjóra, starfsmenn á lager og verksmiðju á fund í síðustu viku. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuvikuÍ yfirlýsingu Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið virði alla kjarasamninga, réttindi og skyldur starfsmanna og harmi rangfærslur sem birst hafa. Í fréttaflutningi af málinu hafi verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku, það sé rangt. Starfsmenn hafi þegar unnið sér inn þau réttindi og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið. Ekki hafi staðið til að gera breytingar á því.Yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni má sjá hér að neðan:Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02