Katrín lagði áherslu á afvopnunar- og loftslagsmál á NATO-fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2019 18:45 Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. Aðdragandi fundarins einkenndist af togstreitu. Tyrkir höfðu gert kröfu um að hersveitir Kúrda í Sýrlandi yrðu skilgreindar hryðjuverkasamtök og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði ummæli Frakklandsforseta, sem sagði NATO stríða við heilabilun, andstyggileg. Þrátt fyrir þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn, að hann hafi verið hinn rólegasti. Hún segir að fulltrúar aðildarríkja hafi farið yfir áherslur sínar en stóru umræðuefnin hafi verið þau sömu og á síðasta fundi. Einna helst hafi verið rætt um þá kröfu Bandaríkjastjórnar um að ríki auki framlög sín til her- og varnarmála og til bandalagsins sjálfs. Þá segir forsætisráðherra að einnig hafi verið talað um þau sjónarmið að ef dreifa ætti fjármögnun jafnar væri rétt að dreifa ákvarðanatökunni. Áherslur íslenskra stjórnvalda voru, að sögn forsætisráðherra, áhyggjur af því að afvopnunarsamningar séu að flosna upp, stefnuleysi í loftslagsmálum, málefni Norður-Atlantshafs og jafnréttismál. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, í dag. Þar ræddu þau meðal annars um stöðu jafnréttismála og áherslur komandi ríkisstjórnar Spánverjans. Hann hafi einnig rætt sérstaklega um stöðu Katalóníu á Spáni, en sjálfsstjórnarhéraðið hefur logað í mótmælum undanfarin ár, sérstaklega eftir að leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar fengu þunga fangelsisdóma í haust. Segir Katrín að ítarlega hafi verið farið yfir málið og áhyggjur íslenskra stjórnvalda af stöðunni. NATO Utanríkismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. Aðdragandi fundarins einkenndist af togstreitu. Tyrkir höfðu gert kröfu um að hersveitir Kúrda í Sýrlandi yrðu skilgreindar hryðjuverkasamtök og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði ummæli Frakklandsforseta, sem sagði NATO stríða við heilabilun, andstyggileg. Þrátt fyrir þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn, að hann hafi verið hinn rólegasti. Hún segir að fulltrúar aðildarríkja hafi farið yfir áherslur sínar en stóru umræðuefnin hafi verið þau sömu og á síðasta fundi. Einna helst hafi verið rætt um þá kröfu Bandaríkjastjórnar um að ríki auki framlög sín til her- og varnarmála og til bandalagsins sjálfs. Þá segir forsætisráðherra að einnig hafi verið talað um þau sjónarmið að ef dreifa ætti fjármögnun jafnar væri rétt að dreifa ákvarðanatökunni. Áherslur íslenskra stjórnvalda voru, að sögn forsætisráðherra, áhyggjur af því að afvopnunarsamningar séu að flosna upp, stefnuleysi í loftslagsmálum, málefni Norður-Atlantshafs og jafnréttismál. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, í dag. Þar ræddu þau meðal annars um stöðu jafnréttismála og áherslur komandi ríkisstjórnar Spánverjans. Hann hafi einnig rætt sérstaklega um stöðu Katalóníu á Spáni, en sjálfsstjórnarhéraðið hefur logað í mótmælum undanfarin ár, sérstaklega eftir að leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar fengu þunga fangelsisdóma í haust. Segir Katrín að ítarlega hafi verið farið yfir málið og áhyggjur íslenskra stjórnvalda af stöðunni.
NATO Utanríkismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira