Mannúðarþörf í heiminum aldrei meiri og fer vaxandi Heimsljós kynnir 4. desember 2019 13:30 Ljósmynd frá Cox Bazar í Bangladess Paula Bronstein, UNHCR Á næsta ári þurfa 168 milljónir manna að reiða sig á mannúðaraðstoð og vernd, einn af hverjum 45 jarðarbúum. Það eru fleiri einstaklingar en dæmi eru um á síðustu áratugum. Ástandið heldur áfram að versna ef ekki tekst að grípa til aðgerða sem sporna gegn loftslagsbreytingum og ráðast að rótum stríðsátaka. Þetta segir í glænýrri árlegri yfirlitsskýrslu Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) sem kynnt var í dag. Í skýrslunni – Global Humanitarian Overview 2020 – segir að þörfin fyrir mannúðaraðstoð komi til með að aukast, að óbreyttu, á næstu árum. Áætlanir sýni að 200 milljónir manna gætu þurft á slíkri aðstoð að halda árið 2022. Að mati OCHA hefur skipulag mannúðarmála í heiminum breyst til batnaðar á síðustu árum, orðið árangursríkara með betri forgangsröðun og nýjungum. Þannig hafi mannúðarsamtök náð til 64% þeirra sem þurftu á aðstoð að halda á fyrstu níu mánuðum yfirstandandi árs. Í upphafi þessa árs voru vannærðir 821 milljón talsins, þar af 113 milljónir við hungurmörk. Í skýrslu OCHA segir að átök séu meginástæða hungurs. Í ársbyrjun hafi átök hrakið 71 milljón manna brott af heimilum sínum. Verst sé ástandið í Jemen. Þar sé reiknað með að á næsta ári verði svipaður fjöldi Jemena í þörf fyrir mannúðaraðstoð, 24 milljónir, eða um 80 prósent þjóðarinnar. Flóttamenn koma flestir frá Sýrlandi, 5,6 milljónir eru á hrakhólum í þeim heimshluta og 6 milljónir til viðbótar annars staðar í heiminum. Þá ríkir áfram mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð á átakasvæðum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Sómalíu og Suður-Súdan. Í skýrslu OCHA segir að mun fleiri hafi þurft á mannúðaraðstoð að halda á þessu ári miðað við spár. Þar ráði mestu vopnuð átök og öfgar í veðurfari. OCHA segir enn fremur að virðing fyrir alþjóðalögum fari þverrandi. Aldrei fyrr hafi jafn mörg börn látist eða þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Konur og stúlkur hafi aldrei verið í jafn mikilli hættu á að verða fyrir kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Þá segir að fimmti hver sem býr á átakasvæði glími við geðrænan vanda. Eins og fyrr segir eru stríðsátök og loftslagsbreytingar undirrót í flestum tilvikum þar sem þörf er á mannúðaraðstoð. Í skýrslu OCHA er bent á að loftslagsbreytingar setji fólk í viðkvæmari stöðu en áður og staðhæft að átta umfangsmestu aðgerðir á árinu vegna matvælaskorts hafi allar tengst bæði átökum og loftslagsbreytingum. Um stríðsátök segir í skýrslunni að þau valdi viðamiklu hungri, leiði til þess að fólk lendi á vergangi, að ógleymdu mannfalli og eignatjóni. „Átök bitna harkalega á óbreyttum borgurum, sem eru níu af hverjum tíu sem farast þegar sprengjuvopn eru notuð í byggð,“ segir í skýrslu OCHA.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent
Á næsta ári þurfa 168 milljónir manna að reiða sig á mannúðaraðstoð og vernd, einn af hverjum 45 jarðarbúum. Það eru fleiri einstaklingar en dæmi eru um á síðustu áratugum. Ástandið heldur áfram að versna ef ekki tekst að grípa til aðgerða sem sporna gegn loftslagsbreytingum og ráðast að rótum stríðsátaka. Þetta segir í glænýrri árlegri yfirlitsskýrslu Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) sem kynnt var í dag. Í skýrslunni – Global Humanitarian Overview 2020 – segir að þörfin fyrir mannúðaraðstoð komi til með að aukast, að óbreyttu, á næstu árum. Áætlanir sýni að 200 milljónir manna gætu þurft á slíkri aðstoð að halda árið 2022. Að mati OCHA hefur skipulag mannúðarmála í heiminum breyst til batnaðar á síðustu árum, orðið árangursríkara með betri forgangsröðun og nýjungum. Þannig hafi mannúðarsamtök náð til 64% þeirra sem þurftu á aðstoð að halda á fyrstu níu mánuðum yfirstandandi árs. Í upphafi þessa árs voru vannærðir 821 milljón talsins, þar af 113 milljónir við hungurmörk. Í skýrslu OCHA segir að átök séu meginástæða hungurs. Í ársbyrjun hafi átök hrakið 71 milljón manna brott af heimilum sínum. Verst sé ástandið í Jemen. Þar sé reiknað með að á næsta ári verði svipaður fjöldi Jemena í þörf fyrir mannúðaraðstoð, 24 milljónir, eða um 80 prósent þjóðarinnar. Flóttamenn koma flestir frá Sýrlandi, 5,6 milljónir eru á hrakhólum í þeim heimshluta og 6 milljónir til viðbótar annars staðar í heiminum. Þá ríkir áfram mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð á átakasvæðum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Sómalíu og Suður-Súdan. Í skýrslu OCHA segir að mun fleiri hafi þurft á mannúðaraðstoð að halda á þessu ári miðað við spár. Þar ráði mestu vopnuð átök og öfgar í veðurfari. OCHA segir enn fremur að virðing fyrir alþjóðalögum fari þverrandi. Aldrei fyrr hafi jafn mörg börn látist eða þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Konur og stúlkur hafi aldrei verið í jafn mikilli hættu á að verða fyrir kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Þá segir að fimmti hver sem býr á átakasvæði glími við geðrænan vanda. Eins og fyrr segir eru stríðsátök og loftslagsbreytingar undirrót í flestum tilvikum þar sem þörf er á mannúðaraðstoð. Í skýrslu OCHA er bent á að loftslagsbreytingar setji fólk í viðkvæmari stöðu en áður og staðhæft að átta umfangsmestu aðgerðir á árinu vegna matvælaskorts hafi allar tengst bæði átökum og loftslagsbreytingum. Um stríðsátök segir í skýrslunni að þau valdi viðamiklu hungri, leiði til þess að fólk lendi á vergangi, að ógleymdu mannfalli og eignatjóni. „Átök bitna harkalega á óbreyttum borgurum, sem eru níu af hverjum tíu sem farast þegar sprengjuvopn eru notuð í byggð,“ segir í skýrslu OCHA.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent