Kæri borgarstjóri Benedikt Birgisson skrifar 4. desember 2019 10:15 Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar