Vísir greindi frá því í gær að enskir fjölmiðlar sögðu frá því að Zlatan hafði hafnað liðum í enska boltanum til þess að ganga í raðir AC Milan þar sem hann deildina tímabilið 2010/2011.
Í viðtali við GQ Italia gefur Svíinn sögusögnunum enn frekar undir fótinn.
„Ég mun fara til félags sem þarf að byrja vinna aftur og þarf að endurnýja söguna í baráttunni gegn öllu og öllum,“ sagði Ibrahimovic.
'I'll see you in Italy soon'
Zlatan Ibrahimovic confirms he WILL return to Serie A and 'join a club that must get back to winning'... so, is he on his way back to AC Milan? https://t.co/R2LB6XEKX1
— MailOnline Sport (@MailSport) December 4, 2019
„Þetta snýst ekki bara um að velja lið því það þurfa einnig aðrir hlutir að ganga upp, til að mynda áhugi fjölskyldunnar minnar. Við sjáumst á Ítalíu bráðlega,“ bætti sá sænski við.
Zlatan er orðinn 38 ára gamall en hann lék með AC Milan frá 2010 til 2012. Þar lék hann tæplega 60 leiki og skoraði í þim rúmlega 40 mörk. Magnaður markaskorari.
Frá árinu 2018 hefur hann svo leikið með LA Galaxy í Bandaríkjunum en ætlar nú að rétta AC skútuna af.
Milan er í 11. sætinu, ellefu stigum á eftir fjórða sætinu sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.