Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 19:12 Í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum segir að meirihlutinn hafi átt góðan fund með stjórnendum og kennurum skólans í dag. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. Málið snýr að námsmati skólans síðasta vor sem hefur valdið deilum síðustu daga. Annars vegar bað meirihlutinn nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar og hins vegar sagði í bókun Neslistans/Viðreisnar að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu á námsmati. Kennsla var svo felld niður í 7. til 10. bekk í skólanum í gær þar sem kennurum þótti verulega að sér vegið.Sjá einnig: „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“Í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum segir að meirihlutinn hafi átt góðan fund með stjórnendum og kennurum skólans í dag. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi harma þann misskilning, sem orðið hefur, vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi, meðal kennara og bæjarbúa þar sem skilja mátti að vegið væri að kennurum vegna vinnu þeirra við námsmat síðast liðið vor. Meirihlutinn biðst afsökunar á því og vill árétta fullt traust við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Ekki var rétt, í fyrri bókun okkar að vísa til tilfinningalegs tjóns og afleiðinga því valdandi og drögum við þá fullyrðingu til baka,“ segir í yfirlýsingunni. Greinargerð sem tekin var saman um námsmatið að ósk bæjarins verður aðgengilegt á vef hans á morgun. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. 2. desember 2019 15:44 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. Málið snýr að námsmati skólans síðasta vor sem hefur valdið deilum síðustu daga. Annars vegar bað meirihlutinn nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar og hins vegar sagði í bókun Neslistans/Viðreisnar að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu á námsmati. Kennsla var svo felld niður í 7. til 10. bekk í skólanum í gær þar sem kennurum þótti verulega að sér vegið.Sjá einnig: „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“Í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum segir að meirihlutinn hafi átt góðan fund með stjórnendum og kennurum skólans í dag. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi harma þann misskilning, sem orðið hefur, vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi, meðal kennara og bæjarbúa þar sem skilja mátti að vegið væri að kennurum vegna vinnu þeirra við námsmat síðast liðið vor. Meirihlutinn biðst afsökunar á því og vill árétta fullt traust við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Ekki var rétt, í fyrri bókun okkar að vísa til tilfinningalegs tjóns og afleiðinga því valdandi og drögum við þá fullyrðingu til baka,“ segir í yfirlýsingunni. Greinargerð sem tekin var saman um námsmatið að ósk bæjarins verður aðgengilegt á vef hans á morgun.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. 2. desember 2019 15:44 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24
Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. 2. desember 2019 15:44
„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30
Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43