Viðskipti innlent

Brynja Dögg sett sem fram­kvæmda­stjóri kirkju­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræðingur.
Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræðingur. Þjóðkirkjan
Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræðingur hefur verið sett sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs frá og með 14. nóvember 2019 og til vors 2020.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar. Oddi Einarssyni var sagt uppstörfum í byrjun október en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi um mitt ár 2021. Var greint frá því að Oddur yrði á launum hjá kirkjumálasjóði út ráðningartímann eða næstu tuttugu mánuði.

Í tilkynningunni kemur fram að Brynja Dögg hafi starfað sem persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu síðastliðið ár, en einnig sem jafnréttisfulltrúi.

„Þá hefur hún samhliða sinnt öðrum tilfallandi verkefnum, s.s. á sviði lögfræði, við samningagerð og á sviði vinnuverndar. Brynja hefur sinnt margvíslegum störfum frá útskrift úr lagadeild, bæði hjá hinu opinbera en einnig í einkageiranum.“


Tengdar fréttir

Tuttugu mánuðir á launum eftir starfs­lok

Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×