Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 15:44 Bæjarfulltrúar Seltjarnarness sem náðu kjöri í kosningunum 2018. Grafík/Hjalti Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24
„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30
Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43