Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 15:44 Bæjarfulltrúar Seltjarnarness sem náðu kjöri í kosningunum 2018. Grafík/Hjalti Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24
„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30
Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43