Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 1. desember 2019 22:56 Virginia Giuffre, konan sem hefur sakað Andrés prins um að nauðga sér þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára. vísir/getty Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið. Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnarÍ viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.“He knows what happened, I know what happened and there’s only one of us telling the truth.” The Prince and the Epstein Scandal | @BBCOne | Monday 2nd December, 9pm#BBCPanoramapic.twitter.com/tMIwWBztRR — Panorama (@BBCPanorama) November 28, 2019Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre. Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisleg áreitni valdamanna Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið. Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnarÍ viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.“He knows what happened, I know what happened and there’s only one of us telling the truth.” The Prince and the Epstein Scandal | @BBCOne | Monday 2nd December, 9pm#BBCPanoramapic.twitter.com/tMIwWBztRR — Panorama (@BBCPanorama) November 28, 2019Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre.
Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisleg áreitni valdamanna Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira