Hollenska lögreglan segist ekki hafa fundið neitt sem bendi til þess að stunguárásin í Haag á föstudag hafi verið hryðjuverk.
Þrjú fórnarlömb árásarinnar voru öll á táningsaldri og hafa þau verið útskrifuð af spítala. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.
Lögreglan greindi frá því í dag að ekkert hafi komið í ljós við yfirheyrslur á hinum grunaða sem bendi til þess að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Hann er sagður vera 35 ára gamall heimilislaus karlmaður.
Rannsókn á málinu er enn ólokið. Árásin í Hollandi kom einungis nokkrum klukkutímum eftir að dæmdur hryðjuverkamaður framdi ódæði á Lundúnarbrú í Bretlandi og stakk þar tvo til bana.
Atvikið í Haag átti sér stað í verslun við götuna Grote Marktstraat en margmenni var þá í miðbæ borgarinnar vegna svarts föstudags. Fórnarlömb árásarinnar voru tvær stelpur fimmtán ára að aldri og einn þrettán ára drengur.
Telja ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða

Tengdar fréttir

Leita enn árásarmannsins í Hollandi
Leit hollensku lögreglunnar að árásarmanninum sem stakk þrjú ungmenni með hníf í gær stendur enn yfir. Ekki er enn vitað hvað lá að baki árásinni.

Þrennt slasaðist í hnífaárás í Haag
Þrír voru stungnir í hnífaárás á fjölfarinni verslunargötu í hollensku borginni Haag í dag.

Einn handtekinn vegna árásarinnar í Haag
Fórnarlamb hnífaárásar í Haag í Hollandi í gær voru táningar, öll þrjú. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.