Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 13:26 Dómstóllinn segir málsmeðferð barnaverndar hafa verið verulega áfátt, í raun farið úrskeiðis. Vísir/Hanna Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur Reykjavíkurborg. Í dómnum segir að málsmeðferð í máli unga drengsins hafi verið ógagnsæ og virst handahófskennd þar sem skort hafi rökstuðning á aðgerðum og breytingum á vistun dregsins. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í morgun. Foreldrum og tveimur börnum voru greiddar samanlagt átta milljónir króna í skaðabætar. Miklar tilfinningar voru í dómsal í morgun þegar dómur var kveðinn upp. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Glíma enn við andlega kvilla Við aðalmeðferð málsins lýstu foreldrarnir hve mikil áhrif málið hefði haft á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar. Tjón af margvíslegum toga Í dómi héraðsdóms segir að aðgerðir barnaverndar sem gripið var til á fyrstu dögum júnímánaðar 2013 eftir að læknar á Landspítalanum tilkynntu um líkamlegt ofbeldi hefðu verið réttmætar. Nauðsynlegt hefði verið að tryggja öryggi barnsins og velferð. Hins vegar eftir að álitsgerð sérfræðings kom fram um tveimur vikum síðar, þar sem niðurstaðan var að ekki væri hægt að fullyrða að barnið hefði verið hrist, hefði málsmeðferð barnaverndarnefndar verið verulega áfátt, í raun farið úrskeiðis. Þannig hefði það verið út málsmeðferðartímann. Við mat á umfangi tjóns fjölskyldunnar og réttmætri fjárhæð bóta í málinu séu ekki mörg fordæmi til að miða við. Ljóst sé að tjón foreldranna og barna þeirra sé af ólíkum og margvíslegum toga. Fjölskipaður héraðsdómur gerði sömuleiðis athugasemdir við hvernig barnaverndar stóð að könnun á systur drengsins. Nánast engin gögn séu til um hvernig það mál var unnið, framgang máslins, skoðun eða afdrif. Engin greinagerð liggi fyrir í því máli. „Eðlilegt hefði verið að kanna aðstæður hennar og líðan þar sem yfirvöld töldu hafa grun um alvarlegt líkamlegt ofbeldi á heimili hennar.“ Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur Reykjavíkurborg. Í dómnum segir að málsmeðferð í máli unga drengsins hafi verið ógagnsæ og virst handahófskennd þar sem skort hafi rökstuðning á aðgerðum og breytingum á vistun dregsins. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í morgun. Foreldrum og tveimur börnum voru greiddar samanlagt átta milljónir króna í skaðabætar. Miklar tilfinningar voru í dómsal í morgun þegar dómur var kveðinn upp. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Glíma enn við andlega kvilla Við aðalmeðferð málsins lýstu foreldrarnir hve mikil áhrif málið hefði haft á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar. Tjón af margvíslegum toga Í dómi héraðsdóms segir að aðgerðir barnaverndar sem gripið var til á fyrstu dögum júnímánaðar 2013 eftir að læknar á Landspítalanum tilkynntu um líkamlegt ofbeldi hefðu verið réttmætar. Nauðsynlegt hefði verið að tryggja öryggi barnsins og velferð. Hins vegar eftir að álitsgerð sérfræðings kom fram um tveimur vikum síðar, þar sem niðurstaðan var að ekki væri hægt að fullyrða að barnið hefði verið hrist, hefði málsmeðferð barnaverndarnefndar verið verulega áfátt, í raun farið úrskeiðis. Þannig hefði það verið út málsmeðferðartímann. Við mat á umfangi tjóns fjölskyldunnar og réttmætri fjárhæð bóta í málinu séu ekki mörg fordæmi til að miða við. Ljóst sé að tjón foreldranna og barna þeirra sé af ólíkum og margvíslegum toga. Fjölskipaður héraðsdómur gerði sömuleiðis athugasemdir við hvernig barnaverndar stóð að könnun á systur drengsins. Nánast engin gögn séu til um hvernig það mál var unnið, framgang máslins, skoðun eða afdrif. Engin greinagerð liggi fyrir í því máli. „Eðlilegt hefði verið að kanna aðstæður hennar og líðan þar sem yfirvöld töldu hafa grun um alvarlegt líkamlegt ofbeldi á heimili hennar.“
Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24
Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00