Svíþjóðardemókratar mælast stærstir Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 08:34 Jimmie Åkesson hefur leitt Svíþjóðardemókrata frá 2005. Getty Svíþjóðardemókratar hafa í fyrsta sinn mælst stærsti flokkur Svíþjóðar í skoðanakönnun sænska ríkissjónvarpsins SVT og Novus. Flokkurinn mælist með 24 prósent fylgi, en Jafnaðarmannaflokkur Stefan Löfven forsætisráðherra 23,7 prósent. Munurinn milli flokkanna er þó innan skekkjumarka. Fylgi Svíþjóðardemókrata hefur aukist í könnunum síðustu mánuði, og á sama tíma hefur fylgi Jafnaðarmannaflokksins dalað. Í frétt SVT segir að Jafnaðarmannaflokkurinn sé fyrst og fremst að missa fylgi meðal þeirra sem segjast ekki myndu kjósa yrði kosið í dag, en einnig til Hægriflokksins (Moderaterna) og Svíþjóðardemókrata. Að sama skapi eru Svíþjóðardemókratar að sækja fylgi frá kjósendum Hægriflokksins, Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður Hægriflokksins, hafi átt vinnufund þar sem þeir ræddu stöðuna í pólitíkinni og mögulegt samstarf. Var þetta í fyrsta fundur sinnar tegundar en Svíþjóðardemókratar hafa verið í kuldanum á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu mönnum á þing árið 2010. Hafa aðrir flokkar sniðgengið flokkinn vegna harðrar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Könnun SVT og Novus (18. nóvember til 15. desember)Svíþjóðardemókratar 24,0% (+2,5% frá fyrri könnun)Jafnaðarmannaflokkurinn 23,7% (-2,3%)Hægriflokkurinn 17,9% (-0,4%)Vinstriflokkurinn 9,9% (+0,6%)Miðflokkurinn 8,3% (+0,5%)Kristilegir demókratar 6,2% (-0,9%)Græningjar 5,0% (+0,2%)Frjálslyndir 3,5% (+0,1%)Aðrir flokkar 1,5% (-0,3%(Óvissir 5,9% Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Svíþjóðardemókratar hafa í fyrsta sinn mælst stærsti flokkur Svíþjóðar í skoðanakönnun sænska ríkissjónvarpsins SVT og Novus. Flokkurinn mælist með 24 prósent fylgi, en Jafnaðarmannaflokkur Stefan Löfven forsætisráðherra 23,7 prósent. Munurinn milli flokkanna er þó innan skekkjumarka. Fylgi Svíþjóðardemókrata hefur aukist í könnunum síðustu mánuði, og á sama tíma hefur fylgi Jafnaðarmannaflokksins dalað. Í frétt SVT segir að Jafnaðarmannaflokkurinn sé fyrst og fremst að missa fylgi meðal þeirra sem segjast ekki myndu kjósa yrði kosið í dag, en einnig til Hægriflokksins (Moderaterna) og Svíþjóðardemókrata. Að sama skapi eru Svíþjóðardemókratar að sækja fylgi frá kjósendum Hægriflokksins, Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður Hægriflokksins, hafi átt vinnufund þar sem þeir ræddu stöðuna í pólitíkinni og mögulegt samstarf. Var þetta í fyrsta fundur sinnar tegundar en Svíþjóðardemókratar hafa verið í kuldanum á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu mönnum á þing árið 2010. Hafa aðrir flokkar sniðgengið flokkinn vegna harðrar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Könnun SVT og Novus (18. nóvember til 15. desember)Svíþjóðardemókratar 24,0% (+2,5% frá fyrri könnun)Jafnaðarmannaflokkurinn 23,7% (-2,3%)Hægriflokkurinn 17,9% (-0,4%)Vinstriflokkurinn 9,9% (+0,6%)Miðflokkurinn 8,3% (+0,5%)Kristilegir demókratar 6,2% (-0,9%)Græningjar 5,0% (+0,2%)Frjálslyndir 3,5% (+0,1%)Aðrir flokkar 1,5% (-0,3%(Óvissir 5,9%
Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14