Vill fá tólf milljarða frá Russell Westbrook og Utah Jazz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 13:00 Russell Westbrook lenti saman við stuðningsmann Utah Jazz í mars. Getty/ J Pat Carter Stuðningsmaður Utah Jazz sem var sendur í ævilangt bann frá íþróttahöll félagsins hefur ákveðið að lögsækja bæði Utah Jazz og NBA-leikmanninn Russell Westbrook. Atvikið gerðist á NBA leik í mars og stuðningsmaðurinn var sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð gagnvart Russell Westbrook. Utah Jazz sýndi honum enga miskunn og dæmdi hann í ævilangt bann frá leikjum félagsins. Stuðningsmaðurinn telur hins vegar á sér brotið og ætlar með málið fyrir dómara. Jazz fan banned for life for taunting Russell Westbrook turns around and sues for $100Mhttps://t.co/sgra6hw1KKpic.twitter.com/zk28KTEM12— NY Daily News Sports (@NYDNSports) December 17, 2019 Maðurinn er 45 ára gamall og heitir Shane Keisel. Hann vill nú ekki bara afsökunarbeiðni heldur einnig bætur fyrir sig og kærustu sína upp á heilar hundrað milljónir dollara eða um tólf milljarða íslenskra króna. Shane Keisel segist hafa misst vinnuna vegna þessa máls og að hann hafi einnig mátt þola hótanir á netinu. Shane Keisel segist vissulega hafa verið að kalla á Russell Westbrook en að þar hafi ekki verið um neina kynþáttafordóma að ræða. Keisel sakaði Westbrook um að hóta kærustu sinni sem var með honum á leiknum. Westbrook fékk 25 þúsund dollara sekt fyrir að hafa kallað „I’ll f--k you up“ til Keisel og kærustu hans. Russell Westbrook var þarna leikmaður Oklahoma City Thunder en hann leikur nú með Houston Rockets. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Stuðningsmaður Utah Jazz sem var sendur í ævilangt bann frá íþróttahöll félagsins hefur ákveðið að lögsækja bæði Utah Jazz og NBA-leikmanninn Russell Westbrook. Atvikið gerðist á NBA leik í mars og stuðningsmaðurinn var sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð gagnvart Russell Westbrook. Utah Jazz sýndi honum enga miskunn og dæmdi hann í ævilangt bann frá leikjum félagsins. Stuðningsmaðurinn telur hins vegar á sér brotið og ætlar með málið fyrir dómara. Jazz fan banned for life for taunting Russell Westbrook turns around and sues for $100Mhttps://t.co/sgra6hw1KKpic.twitter.com/zk28KTEM12— NY Daily News Sports (@NYDNSports) December 17, 2019 Maðurinn er 45 ára gamall og heitir Shane Keisel. Hann vill nú ekki bara afsökunarbeiðni heldur einnig bætur fyrir sig og kærustu sína upp á heilar hundrað milljónir dollara eða um tólf milljarða íslenskra króna. Shane Keisel segist hafa misst vinnuna vegna þessa máls og að hann hafi einnig mátt þola hótanir á netinu. Shane Keisel segist vissulega hafa verið að kalla á Russell Westbrook en að þar hafi ekki verið um neina kynþáttafordóma að ræða. Keisel sakaði Westbrook um að hóta kærustu sinni sem var með honum á leiknum. Westbrook fékk 25 þúsund dollara sekt fyrir að hafa kallað „I’ll f--k you up“ til Keisel og kærustu hans. Russell Westbrook var þarna leikmaður Oklahoma City Thunder en hann leikur nú með Houston Rockets.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira