Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 18:45 Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís. Fangelsismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís.
Fangelsismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira