Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð.
Fjármununum er ætlað að efla tækjabúnað lögreglu til að hún sé sem best í stakk búin og búi yfir nauðsynlegum búnaði til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Aðstoð íslenskra löggæsluyfirvalda í máli kennt hefur verið við Silk Road reyndist lykilþáttur í að klára málið og lagði lögreglan fram umtalsverða aðstoð í málinu sem skilaði sér í að uppræta ólögmæta starfsemi. Umtalsvert fé var gert upptækt í formi sýndargjaldmiðilsins Bitcoin og fékk ríkissjóður 15 prósent heildarávinnings í málinu, alls 355 milljónir króna.
„[E] nú hér lögfest með br.t.t. að þeir fjármunir renni í sérstakan löggæslusjóð og munum við veita úr honum til að efla lögregluna í landinu, m.a. með tækjabúnaði enda hefur lögreglunni skort að einhverju leyti nauðsynlegan búnað o.þ.h. til að standa eins vel og kostur í aðgerðum hennar gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra á Facebook um málið.

