Besti leikmaður Olís deildarinnar ánægður með hrósið frá Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 11:00 Haukur Þrastarson tekur við verðlaunum sínum á Ölveri í gær. Skjámynd/S2 Sport Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta
Olís-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira