Besti leikmaður Olís deildarinnar ánægður með hrósið frá Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 11:00 Haukur Þrastarson tekur við verðlaunum sínum á Ölveri í gær. Skjámynd/S2 Sport Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta
Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira