Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:59 Börnin fundust yfirgefin í götunni Park Allé í Árósum. Østjyllands Politi Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis. Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis.
Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30