Rúmlega 53 milljónum ráðstafað til alþjóðlegra mannúðarverkefna Heimsljós kynnir 16. desember 2019 13:15 Frá Jemen. Save the Children. Utanríkisráðuneytið hefur falið þremur frjálsum félagasamtökum að ráðstafa rúmlega 53 milljónum króna til þriggja mannúðarverkefna, í Sýrlandi, Jemen og meðal þjóðanna sem urðu verst úti í fellibylnum Idai fyrr á árinu. Félagsamtökin sem fá styrkina eru Rauði krossinn á Íslandi, Barnaheill – Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar. Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi fær hæsta styrkinn að þessu sinni, rúmlega 31 milljón króna, en verkefnið er unnið af Rauða krossinum og hefur það megin markmið að lina þjáningar óbreyttra borgara, særðra og sjúkra í Sýrlandi. Verkefnið beinist sérstaklega að því að vinna að því að tryggja stríðshrjáðum einstaklingum í Sýrlandi þá virðingu og vernd sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum. Barnaheill – Save the Children fær 15 milljóna króna styrk í neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen. Markmið verkefnisins er að lina þjáningar fórnarlamba átaka í landinu en helstu verkefnaþættir snúa að fæðuöryggi, barnavernd og réttindum barna, heilsu, hreinlætisaðstöðu, næringu og menntun. Verkefnið verður unnið gegnum alþjóðasamtökin Save the Children. Hjálparstarf kirkjunnar fær 7 milljóna króna styrk í mannúðaraðstoð vegna fellibylsins Idai sem reið yfir Mósambík, Malaví og Simbabve fyrr á árinu. Markmiðið með verkefninu, sem unnið er á grundvelli neyðarbeiðni ACT Alliance – alþjóðasamtaka kirkjulegra hjálparstofnana – er að draga úr varnarleysi og þjáningu þeirra sem hafa orðið illa úti vegna hamfaranna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur falið þremur frjálsum félagasamtökum að ráðstafa rúmlega 53 milljónum króna til þriggja mannúðarverkefna, í Sýrlandi, Jemen og meðal þjóðanna sem urðu verst úti í fellibylnum Idai fyrr á árinu. Félagsamtökin sem fá styrkina eru Rauði krossinn á Íslandi, Barnaheill – Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar. Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi fær hæsta styrkinn að þessu sinni, rúmlega 31 milljón króna, en verkefnið er unnið af Rauða krossinum og hefur það megin markmið að lina þjáningar óbreyttra borgara, særðra og sjúkra í Sýrlandi. Verkefnið beinist sérstaklega að því að vinna að því að tryggja stríðshrjáðum einstaklingum í Sýrlandi þá virðingu og vernd sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum. Barnaheill – Save the Children fær 15 milljóna króna styrk í neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen. Markmið verkefnisins er að lina þjáningar fórnarlamba átaka í landinu en helstu verkefnaþættir snúa að fæðuöryggi, barnavernd og réttindum barna, heilsu, hreinlætisaðstöðu, næringu og menntun. Verkefnið verður unnið gegnum alþjóðasamtökin Save the Children. Hjálparstarf kirkjunnar fær 7 milljóna króna styrk í mannúðaraðstoð vegna fellibylsins Idai sem reið yfir Mósambík, Malaví og Simbabve fyrr á árinu. Markmiðið með verkefninu, sem unnið er á grundvelli neyðarbeiðni ACT Alliance – alþjóðasamtaka kirkjulegra hjálparstofnana – er að draga úr varnarleysi og þjáningu þeirra sem hafa orðið illa úti vegna hamfaranna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent