Bjóða sjötíu manns í mat á aðfangadagskvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2019 13:30 Einar Karl er hér lengst til hægri ásamt starfsmönnum Gumma Ben bar. „Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
„Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira