Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 08:30 Sara Sigmundsdóttir fór mikinn á mótinu í Dúbaí og raðar inn farseðlunum á heimsleikana 2020. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. Hún hafði áður unnð „The Open“ og mót í Írlandi og það hafði einnig gefið henni sæti á leikunum. Hún þarf hinsvegar bara eitt. Sara fór í viðtali við Morning Chalk Up vefinn á sjálfum verðlaunapallinum skömmu eftir að sigurinn var í höfn í Dúbaí. „Þetta var svo gaman en um leið öðruvísi en áður. Við vissum ekkert hvað beið okkar en það hefur ekki verið þannig. Þetta gekk mjög smurt og var mjög skemmtilegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Sara stoppaði á Írlandi á leið sinni til Dúbaí og vann þar sigur á CrossFit móti í Dublin. „Mér leið rosalega vel á Írlandi en fór síðan úr kuldanum og í hitann. Ég veiktist fyrst eftir að ég kom hingað og ég hafði smá áhyggjur af því. Þetta gekk greinilega upp hjá mér,“ sagði Sara „Það sem stendur upp hjá mér er að finna sjálfstraustið frá því að vera aftur orðin sterk. Það er mesti sigurinn fyrir mig,“ sagði Sara. Sara varð í þriðja sæti á mótinu í Dúbaí í fyrra en nú fagnaði hún sigri. Hvernig ætlaði Sara að fagna sigrinum. „Ég held að Carmen sé þegar búin að panta fyrir okkur pizzu fyrir mig. Við ætlum að fara upp á herbergi, gera okkur klárar fyrir kvöldið og borða pizzu. Svo ætlum við bara að eyða tímanum með fólkinu hérna,“ sagði Sara sem er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir þennan sigur út í Dúbaí. „Ég og Björgvin ætlum að taka þátt í liðakeppni saman á Ítalíu. Við förum því héðin til Ítalíu og svo eru það bara jólin,“ sagði Sara að lokum en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Sjáðu Söru komast upp í toppsætið með því að lyfta 112 kílóum skælbrosandi Sara Sigmundsdóttir jafnaði sitt persónulega met í jafnhendingu í Dúbaí í gær og vakti mikla athygli fyrir að gera það með bros á vör. 13. desember 2019 09:00 Dýrðardagar Söru í Dúbaí | Myndband Sara Sigmundsdóttir hrósaði sigri á Dubai CrossFit Championship. 15. desember 2019 10:45 Sara hrósaði sigri í Dúbaí | Björgvin fjórði Keppni er lokið á Dubai CrossFit Championship. 14. desember 2019 16:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. Hún hafði áður unnð „The Open“ og mót í Írlandi og það hafði einnig gefið henni sæti á leikunum. Hún þarf hinsvegar bara eitt. Sara fór í viðtali við Morning Chalk Up vefinn á sjálfum verðlaunapallinum skömmu eftir að sigurinn var í höfn í Dúbaí. „Þetta var svo gaman en um leið öðruvísi en áður. Við vissum ekkert hvað beið okkar en það hefur ekki verið þannig. Þetta gekk mjög smurt og var mjög skemmtilegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Sara stoppaði á Írlandi á leið sinni til Dúbaí og vann þar sigur á CrossFit móti í Dublin. „Mér leið rosalega vel á Írlandi en fór síðan úr kuldanum og í hitann. Ég veiktist fyrst eftir að ég kom hingað og ég hafði smá áhyggjur af því. Þetta gekk greinilega upp hjá mér,“ sagði Sara „Það sem stendur upp hjá mér er að finna sjálfstraustið frá því að vera aftur orðin sterk. Það er mesti sigurinn fyrir mig,“ sagði Sara. Sara varð í þriðja sæti á mótinu í Dúbaí í fyrra en nú fagnaði hún sigri. Hvernig ætlaði Sara að fagna sigrinum. „Ég held að Carmen sé þegar búin að panta fyrir okkur pizzu fyrir mig. Við ætlum að fara upp á herbergi, gera okkur klárar fyrir kvöldið og borða pizzu. Svo ætlum við bara að eyða tímanum með fólkinu hérna,“ sagði Sara sem er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir þennan sigur út í Dúbaí. „Ég og Björgvin ætlum að taka þátt í liðakeppni saman á Ítalíu. Við förum því héðin til Ítalíu og svo eru það bara jólin,“ sagði Sara að lokum en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Sjáðu Söru komast upp í toppsætið með því að lyfta 112 kílóum skælbrosandi Sara Sigmundsdóttir jafnaði sitt persónulega met í jafnhendingu í Dúbaí í gær og vakti mikla athygli fyrir að gera það með bros á vör. 13. desember 2019 09:00 Dýrðardagar Söru í Dúbaí | Myndband Sara Sigmundsdóttir hrósaði sigri á Dubai CrossFit Championship. 15. desember 2019 10:45 Sara hrósaði sigri í Dúbaí | Björgvin fjórði Keppni er lokið á Dubai CrossFit Championship. 14. desember 2019 16:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Sjáðu Söru komast upp í toppsætið með því að lyfta 112 kílóum skælbrosandi Sara Sigmundsdóttir jafnaði sitt persónulega met í jafnhendingu í Dúbaí í gær og vakti mikla athygli fyrir að gera það með bros á vör. 13. desember 2019 09:00
Dýrðardagar Söru í Dúbaí | Myndband Sara Sigmundsdóttir hrósaði sigri á Dubai CrossFit Championship. 15. desember 2019 10:45
Sara hrósaði sigri í Dúbaí | Björgvin fjórði Keppni er lokið á Dubai CrossFit Championship. 14. desember 2019 16:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum