Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2019 19:15 Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“ Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“
Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira