Colin og Livia Firth skilin eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 08:38 Hjónin hafa ákveðið að skilja eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband. getty/ Anthony Harvey Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo. Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo.
Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15