Sumum finnst erfitt að velja jólagjöf fyrir makann á meðan aðrir segja að þetta sé auðveldasta gjöfin að kaupa. Svo eru líka pör sem sleppa alveg að gefa jólagjafir sín á milli. Það getur komið fyrir að misræmi sé á milli þess sem par kaupir fyrir makann sinn og það getur valdið ónægju eða verið óþægilegt. Að velja gjöf getur valdið óþarfa stressi, sérstaklega í nýjum samböndum. Þess vegna getur stundum verið gott að ræða þessi mál fyrirfram og jafnvel ákveða einhverja upphæð saman.
En núna fyrir jólin hefur verið umræða í mörgum Facebook hópum, vinahópum og á kaffistofum vinnustaða um það hvað skuli gefa makanum í jólagjöf. Það sem okkur langar að vita er hvort upphæðin skipti einhverju máli. Skiptir það þig máli hvað jólagjöfin sem þú færð frá þínum maka kostar?
