Átta pítsur á dag í fjóra daga Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2019 13:30 Brynjar er hér til vinstri og Haukur til hægri. „Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu. Matur Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira
„Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu.
Matur Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira