Sara heldur áfram að auka forskot sitt á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 16:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins. CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins.
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira