Fimmtungur fanga aftur í fangelsi innan tveggja ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2019 20:15 Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra. Fangelsismál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra.
Fangelsismál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira