Annar árásarmannanna í Jersey hafði skrifað illa um gyðinga Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 15:20 Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. AP/Seth Wenig Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira