Annar árásarmannanna í Jersey hafði skrifað illa um gyðinga Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 15:20 Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. AP/Seth Wenig Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira