Erlent

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Danmörku

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hefur þó varist frekari fregna en blaðamannafundur verður haldinn klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma.
Lögreglan hefur þó varist frekari fregna en blaðamannafundur verður haldinn klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma. EPA/Olafur Steinar Gestsson

Lögreglan í Danmörku framkvæmdi í dag umfangsmiklar og samræmdar aðgerðir víða um landið með því markmiði að koma í veg fyrir hryðjuverk. Fyrr sagði lögreglan í Kaupmannahöfn að húsleit hafi verið gerð og að einhverjir hafi verið handteknir.

Útlit er fyrir að aðgerðirnar hafið verið gerðar til að uppræta hóp íslamista í Danmörku, sem hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Um er að ræða samræmdar aðgerðir lögreglunnar og öryggislögreglu Danmerkur, PET.

Lögreglan hefur þó varist frekari fregna en blaðamannafundur verður haldinn klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×