Lífið

Blómabar úti á Granda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íris Ann Sigurðardóttir rekur blómabar úti á Granda. Gin og Tonic drykkurinn sem um ræðir í greininni er hér uppi til vinstri.
Íris Ann Sigurðardóttir rekur blómabar úti á Granda. Gin og Tonic drykkurinn sem um ræðir í greininni er hér uppi til vinstri.

Íris Ann Sigurðardóttir á og rekur veitingarstaðinn The Coocoo’s Nest úti á Granda en á dögunum opnaði hún nýjan stað við hliðiná sem gengur undir nafninu Luna Flórens og er það bar í blóma. Einskonar blómabar.

Íris deilir uppskrift af blómakokteil hér á Vísi en um er að ræða Matcha Gin og Tonic.

Kokteillinn inniheldur hið Matcha te sem inniheldur koffín og Theanine sem á að vinna vel  gegn streitu.

Ein te skeið Matcha te

1 skot óbragðbættu gini

1 skot af sítrónu/lime safa sem við kreistum sjálf

1/2 skot Rósmarín hunang eða bara venjulegt hunang

Hrista vel með klökum, sigta vel yfir í long drink glass með ferskum glösum og toppa með tonic.

„Við notum Fever Tree tonic því það er sykurminna en annað og einstaklega bragðgott líka eitt og sér,“ segir Íris Ann í samtali við Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×