Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklega Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 11:26 Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. AP/Eduardo Munoz Alvarez Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segir þungvopnaða árásarmenn sem skutu fjóra til bana í borginni í gær, hafa sérstaklega valið að ráðast á verslun gyðinga. Hann fór þó ekki nánar út í þá staðhæfingu og sagði ekki hvort árásin sneri að gyðingahatri. Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. Árásin er ekki talin tengjast hryðjuverkastarfsemi. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli, samkvæmt New York Times. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl.Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir skotbardagann voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Annað hvort starfsmenn eða viðskiptavinir. Lögreglan sagði í fyrstu að talið væri að mennirnir hefðu valið verslunina af handahófi. Lögreglan segir allar líkur á því að almennu borgararnir í versluninni hafi ekki verið skotnir af lögreglu. Þeir hafi verið skotnir af árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í verslunina. Ekki er búið að opinbera nöfn árásarmannanna né annarra sem dóu þar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við rabbína í bænahúsi sem er við hlið verslunarinnar. Hann sagði eiganda hennar hafa nánast verið að labba þar út þegar mennirnir ruddust inn. Eiginkona hans hafi þó verið þar enn. Eftir að mennirnir voru felldir fann lögreglan einhvers konar sprengju í bílnum sem þeir höfðu stolið.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum í gær. #JerseyCity @FoxNews NEW DRAMATIC FOOTAGE FROM JERSEY CITY pic.twitter.com/PaaZUoJbaC— samy (@blobzy91) December 10, 2019 #BREAKING UPDATE:Swat team preparing to enter. 3 police officers injured. And 2 civilian injured. Suspect got shot, but still shooting. New Jersey. Jersey city. #jerseycity pic.twitter.com/h3p7NXIRCK— News flash (@BRNewsFlash) December 10, 2019 More amateur video at scene of shooting at New Jersey kosher grocery store. pic.twitter.com/m0JLaRb6ZO— Reagan Battalion (@ReaganBattalion) December 10, 2019 In New Jersey City, two men in the middle of the street suddenly open fire on police and passers-by. The attackers barricade themselves, the police operation continues pic.twitter.com/6cDzvVmAzE— Ali Özkök (@Ozkok_A) December 10, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segir þungvopnaða árásarmenn sem skutu fjóra til bana í borginni í gær, hafa sérstaklega valið að ráðast á verslun gyðinga. Hann fór þó ekki nánar út í þá staðhæfingu og sagði ekki hvort árásin sneri að gyðingahatri. Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. Árásin er ekki talin tengjast hryðjuverkastarfsemi. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli, samkvæmt New York Times. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl.Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir skotbardagann voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Annað hvort starfsmenn eða viðskiptavinir. Lögreglan sagði í fyrstu að talið væri að mennirnir hefðu valið verslunina af handahófi. Lögreglan segir allar líkur á því að almennu borgararnir í versluninni hafi ekki verið skotnir af lögreglu. Þeir hafi verið skotnir af árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í verslunina. Ekki er búið að opinbera nöfn árásarmannanna né annarra sem dóu þar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við rabbína í bænahúsi sem er við hlið verslunarinnar. Hann sagði eiganda hennar hafa nánast verið að labba þar út þegar mennirnir ruddust inn. Eiginkona hans hafi þó verið þar enn. Eftir að mennirnir voru felldir fann lögreglan einhvers konar sprengju í bílnum sem þeir höfðu stolið.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum í gær. #JerseyCity @FoxNews NEW DRAMATIC FOOTAGE FROM JERSEY CITY pic.twitter.com/PaaZUoJbaC— samy (@blobzy91) December 10, 2019 #BREAKING UPDATE:Swat team preparing to enter. 3 police officers injured. And 2 civilian injured. Suspect got shot, but still shooting. New Jersey. Jersey city. #jerseycity pic.twitter.com/h3p7NXIRCK— News flash (@BRNewsFlash) December 10, 2019 More amateur video at scene of shooting at New Jersey kosher grocery store. pic.twitter.com/m0JLaRb6ZO— Reagan Battalion (@ReaganBattalion) December 10, 2019 In New Jersey City, two men in the middle of the street suddenly open fire on police and passers-by. The attackers barricade themselves, the police operation continues pic.twitter.com/6cDzvVmAzE— Ali Özkök (@Ozkok_A) December 10, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05