Erlent

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla handtekin vegna tengsla við Samherja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Victória de Barros Neto hefur verið ákærð fyrir þátttöku sína í Samherjamálinu.
Victória de Barros Neto hefur verið ákærð fyrir þátttöku sína í Samherjamálinu. Governo de Angola/vísir/Sigurjón

Bankareikningar Victória de Barros Neto,fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla, hafa verið frystir vegna Samherjaskjalanna. Auk þess hafa bankareikningar eiginmanns hennar og barna verið frystir eftir að dómsmálaráðherra Angóla gaf út tilskipun þess efnis. Frá þessu er greint á vef angólska ríkisútvarpsins.

Gefin hefur verið út handtökutilskipun á hendur de Barros Neto vegna tengsla hennar við Samherjamálið svokallaða. Fram kemur að löndin tvö, Angóla og Namibía, séu að vinna í sameiningu að málinu þar sem bæði namibískir og angólskir ráðamenn eru grunaðir um að hafa þegið mútur og tekið þátt í peningaþvætti og skattaundanskotum.

Eins og áður hefur komið fram undirrituðu yfirvöld Angóla og Namibíu samning sín á milli sem fólst í því að löndin settu upp kvótakerfi en kvótinn sem Namibía bauð fram var síðan seldur til Samherja og var gróðanum af þeim viðskiptum komið fyrir í erlendum félögum sem voru skráð í Dubai og Máritíus.

Síðar hafi þessi fyrirtæki sent peninga til Angóla og Namibíu, það er, til fyrirtækja í eigu ættingja og vina ráðherra. Á meðal þeirra sem tóku á móti peningunum var Joao de Barros, eitt fjögurra barna sjávarútvegsráðherrans fyrrverandi í Angóla.


Tengdar fréttir

Viðurkennir ekki ósigur í Namibíu

Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×