Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 14:44 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hækkaði róminn og skammaði þingmenn fyrir framkomu sína á þingfundi í dag. Vísir/Vilhelm Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. Svo virðist sem nokkur pirringur ríki meðal bæði þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu nú á lokametrunum fyrir jólahlé. Stjórnarandstaðan greip til þess ráðs að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær til að reyna að hafa áhrif á dagskrána og stjórnarþingmenn sökuðu andstöðuna sömuleiðis með frammíköllum úr þingsal um „ómerkilegheit“ og „skítlega“ framkomu. Forseti þingsins hótaði að slíta þingfundi ef þingmenn myndu ekki haga sér „Í fyrsta lagi þá munum við leggjast gegn þessu einfaldlega vegna þess að það er ekki búið að ná samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lyktir mála á næstu dögum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um atkvæðagreiðslu um afbrigði svo unnt væri að taka á dagskrá lagafumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Málið er eitt þeirra sem var það seint fram komið að taka þarf á dagskrá með afbrigðum.Sjá einnig: Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Hlaut Logi í kjölfarið nokkrar skammir frá forseta Alþingis fyrir að tala um atkvæðagreiðsluna undir liðnum fundarstjórn forseta. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og Ágúst Ólafur Ágústsson tóku í svipaðan streng og Logi og gagnrýndu stjórnarflokkana fyrir hversu seint mál væru fram komin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Þá steig Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og vakti athygli á ákvörðun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að kalla inn varamenn vegna þeirrar uppákomu sem var í gær. „Það á sér þá skýringu að hér í gær reyndi stjórnarandstaðan og tókst að hindra atkvæðagreiðslu með fjarvist úr þingsal. Við þær aðstæður að stjórnarandstaðan beiti slíkum brögðum verður stjórnarmeirihlutinn að vera fullmannaður,“ sagði Birgir. „Þannig að þessi innköllun varamanna af okkar hálfu eru auðvitað einfaldlega viðbrögð við því „fundarskapatrixi“ sem stjórnarandstaðan beitti hér í gær.“ Þessu svaraði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, með því að benda á að fjöldi stjórnarþingmanna hafi verið fjarverandi. Stjórnarandstaðan geti ekki borið ábyrgð á því. „Það er óþarfi að láta eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar mæti ekki til starfa hérna þegar það var alveg eins stjórnarliðar sem voru ekki hér,“ sagði Helga Vala sem komst varla lengra því þá var púað á hana og orð hennar sögð „ómerkileg“ og „kostugleg,“ og „ósanngjarnt.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Forseti Alþingis óskaði þá eftir hljóð í salinn og sló ítrekað í bjölluna. Ástæða óánægju þingmanna stjórnarmeirihlutans með þessi orð Helgu Völu liggur í því að munurinn á fjarvistum þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í gær liggur í því að stór hópur stjórnarandstöðuþingmanna voru í húsi en mættu ekki í þingsal til atkvæðagreiðslu. Aðrir höfðu boðað lögmæt forföll. Látunum var þó ekki lokið enn og steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og lýstu óánægju sinni með fundarstjórn forseta, framkomu annarra þingmanna og hversu mörg af málum ríkisstjórnarinnar væru seint fram komin. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði líst því að honum þætti fáránlegt að þjóðkirkjumálið hafi verið sett á dagskrá en var stöðvaður af þingforseta þar sem hann taldi málið ekki falla undir fundarstjórn forseta. Við þetta truflaðist Helgi Hrafn og kvörtuðu hann og aðrir þingmenn Pírata sáran yfir framkomu forseta í garð þingmanna Pírata. Eftir margar harðorðar ræður um efni sem forseta þótti ekki eiga heima undir liðnum um fundarstjórn forseta, frammíköll og hlátursköll hækkaði Steingrímur J. róminn og setti verulega ofan í við þingmenn. „Vill hæstvirtur þingmaður gera svo vel að leyfa forseta að tala í friði. Eitt verður ekki liðið, að þingmenn grípi fram í fyrir forseta sínum og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram,“ sagði Steingrímur hálföskrandi eftir að Helgi Hrafn hafði gripið fram í fyrir honum. Alþingi Tengdar fréttir Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. Svo virðist sem nokkur pirringur ríki meðal bæði þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu nú á lokametrunum fyrir jólahlé. Stjórnarandstaðan greip til þess ráðs að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær til að reyna að hafa áhrif á dagskrána og stjórnarþingmenn sökuðu andstöðuna sömuleiðis með frammíköllum úr þingsal um „ómerkilegheit“ og „skítlega“ framkomu. Forseti þingsins hótaði að slíta þingfundi ef þingmenn myndu ekki haga sér „Í fyrsta lagi þá munum við leggjast gegn þessu einfaldlega vegna þess að það er ekki búið að ná samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lyktir mála á næstu dögum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um atkvæðagreiðslu um afbrigði svo unnt væri að taka á dagskrá lagafumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Málið er eitt þeirra sem var það seint fram komið að taka þarf á dagskrá með afbrigðum.Sjá einnig: Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Hlaut Logi í kjölfarið nokkrar skammir frá forseta Alþingis fyrir að tala um atkvæðagreiðsluna undir liðnum fundarstjórn forseta. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og Ágúst Ólafur Ágústsson tóku í svipaðan streng og Logi og gagnrýndu stjórnarflokkana fyrir hversu seint mál væru fram komin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Þá steig Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og vakti athygli á ákvörðun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að kalla inn varamenn vegna þeirrar uppákomu sem var í gær. „Það á sér þá skýringu að hér í gær reyndi stjórnarandstaðan og tókst að hindra atkvæðagreiðslu með fjarvist úr þingsal. Við þær aðstæður að stjórnarandstaðan beiti slíkum brögðum verður stjórnarmeirihlutinn að vera fullmannaður,“ sagði Birgir. „Þannig að þessi innköllun varamanna af okkar hálfu eru auðvitað einfaldlega viðbrögð við því „fundarskapatrixi“ sem stjórnarandstaðan beitti hér í gær.“ Þessu svaraði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, með því að benda á að fjöldi stjórnarþingmanna hafi verið fjarverandi. Stjórnarandstaðan geti ekki borið ábyrgð á því. „Það er óþarfi að láta eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar mæti ekki til starfa hérna þegar það var alveg eins stjórnarliðar sem voru ekki hér,“ sagði Helga Vala sem komst varla lengra því þá var púað á hana og orð hennar sögð „ómerkileg“ og „kostugleg,“ og „ósanngjarnt.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Forseti Alþingis óskaði þá eftir hljóð í salinn og sló ítrekað í bjölluna. Ástæða óánægju þingmanna stjórnarmeirihlutans með þessi orð Helgu Völu liggur í því að munurinn á fjarvistum þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í gær liggur í því að stór hópur stjórnarandstöðuþingmanna voru í húsi en mættu ekki í þingsal til atkvæðagreiðslu. Aðrir höfðu boðað lögmæt forföll. Látunum var þó ekki lokið enn og steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og lýstu óánægju sinni með fundarstjórn forseta, framkomu annarra þingmanna og hversu mörg af málum ríkisstjórnarinnar væru seint fram komin. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði líst því að honum þætti fáránlegt að þjóðkirkjumálið hafi verið sett á dagskrá en var stöðvaður af þingforseta þar sem hann taldi málið ekki falla undir fundarstjórn forseta. Við þetta truflaðist Helgi Hrafn og kvörtuðu hann og aðrir þingmenn Pírata sáran yfir framkomu forseta í garð þingmanna Pírata. Eftir margar harðorðar ræður um efni sem forseta þótti ekki eiga heima undir liðnum um fundarstjórn forseta, frammíköll og hlátursköll hækkaði Steingrímur J. róminn og setti verulega ofan í við þingmenn. „Vill hæstvirtur þingmaður gera svo vel að leyfa forseta að tala í friði. Eitt verður ekki liðið, að þingmenn grípi fram í fyrir forseta sínum og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram,“ sagði Steingrímur hálföskrandi eftir að Helgi Hrafn hafði gripið fram í fyrir honum.
Alþingi Tengdar fréttir Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35