Lífið samstarf

Aðventan er tími svefnleysis og kvíða hjá mörgum

Florealis kynnir
Sandra Mjöll Jónsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum og vörustjóri hjá Florealis.
Sandra Mjöll Jónsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum og vörustjóri hjá Florealis. Leifur Wilberg

Íslenska lyfjafyrirtækið Florealis hefur sett á markað lyfið Sefitude við vægum kvíða og svefnvandamálum. Sefitude er eina kvíða og svefnlyfið á Íslandi sem fæst án lyfseðils.

,,Sefitude hefur verið mjög vel tekið af Íslendingum. Lyfið kom á markað í fyrra og seldist fljótlega upp. Við vitum að stór hluti Íslendinga tekur lyfseðilskyld lyf við kvíða og svefnvandamálum á hverjum degi en við vitum líka að það eru fjölmargir að fást sjálfir við slík vandamál án meðhöndlunar” segir Sandra Mjöll Jónsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum og vörustjóri hjá Florealis.  ,,Við erum ánægð með að hafa aukið fjölbreyttni úrræða og að geta boðið fólki viðurkennda lausn til að takast á við sín vandamál.”

Aðventan oft annasamur tími

Sandra segir Sefitude geta gagnast mörgum við að ná aftur stjórn á svefninum. ,,Það er sterk tenging á milli svefns og andlegrar heilsu. Það sést sérstaklega vel á álagstímum eins og aðventunni og það er sorglegt hve margir upplifa andlega vanlíðan á þessum árstíma. Stanslaust áreiti allt í kringum okkur og skilaboð um að við þurfum að gera meira getur skapað innri togstreitu hjá fólki. Okkur finnst við þurfa að uppfylla ýmsar væntingar sem eru oft á tíðum óraunhæfar. Aðventan hjá mörgum einkennist  einmitt af miklu áreiti og væntingum og það er því ekki skrýtið að kvíði og svefnvandamál fari að gera vart við sig á þessum árstíma. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að takast á við þetta álag er að stilla væntingum í hóf og passa uppá svefninn.” segir Sandra og bætir við að það eigi jafnt við fullorðna og börn. Mikilvægt sé að huga að svefnvenjum barna og ungmenna á þessum árstíma, takmarka skjátíma og snúa ekki sólarhringnum við þó svo að það sé jólafrí.

Til að bæta svefngæði og draga úr kvíða

Sefitude er unnið úr jurtinni garðabrúðu (Valeriana) og er ætlað til að meðhöndla væg einkenni kvíða og svefnvanda á borð við svefnleysi. Úrræði til að meðhöndla slík vandamál á byrjunarstigi hefur skort á Íslandi og lyfseðilskyldum lyfjum oft beitt áður en aðrar leiðir hafa verið reyndar. Það er mikilvægt að geta gripið inní áður en vandamálið verður of stórt. Sandra segist mjög ánægð með að geta boðið Íslendingum uppá þennan valmöguleika, en lyfið er fáanlegt í öllum apótekum landsins án lyfseðils.

,,Sefitude er tekið inn að kvöldi og hjálpar viðkomandi að róast fyrir svefn og að festa svefn. Lyfið stuðlar að því að fólk haldist sofandi og vakni síður upp um miðja nótt. Fólk vaknar síðan ekki sljóvgað daginn eftir, en lyfið er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi. Slíkt er forsenda þess að fá að vera í lausasölu. Þá hefur Sefitude enn fremur verið prófað í klínískum rannsóknum bæði á fullorðnum og ungmennum (12-18 ára), og má því nota frá 12 ára aldri.”

Gagnlegar upplýsingar

Notkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Florealis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×