Seinni bylgjan: „Ég held að hvorugt liðið hafi skilið upp né niður í þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 11:00 Jónatan Þór Magnússon og Stefán Rúnar Árnason þjálfarar KA-liðsins ræða málin við Patrek Stefánsson. Vísir/Bára KA-menn fóru tómhentir frá Ásvöllum um helgina eftir sex marka tap. Dómarar leiksins fengu mikla athygli frá þjálfurum beggja liða eftir leik en sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki á sama máli og ósáttir þjálfarar. Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfara KA-liðsins, virtist hreinlega vera furðu lostinn í viðtali eftir leikinn en Seinni bylgjan fór yfir dómgæsluna í þætti sínum í gær. „Ég man bara ekki eftir öðrum eins leik. Annaðhvort var dómgæslan hræðileg eins og ég upplifði það á báða boga. Eða að leikmennirnir voru algjörir aular að geta ekki aðlagast línunni,“ sagði Jónatan Þór Magnússon sem þjálfar KA-liðið með Stefáni Árnasyni. Jónatan var þó ekki bara tapsár þjálfari ef marka má viðtalið við þjálfara sigurliðsins. „Línan hjá dómurunum í kvöld var langt frá því sem hún hefur verið í öðrum leikjum hjá okkur í vetur. Ekki bara í vetur því ég gæti örugglega tekið síðustu tímabil líka. Þetta var langt frá því sem við erum vanir. Við töluðum um það í hálfleik að reyna aðlagast þessu og ég hélt svona í byrjun að við hefðum náð því en við náðum aldrei að skilja þetta. Ég held að hvorugt liðið hafi skilið upp né niður í þessu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sagði að það væri langt um liðið síðan að hann hafi séð viðtöl við þjálfara beggja liða þar sem hefur verið svona rosalega mikið að tuða yfir dómurum. Seinni bylgjan fór því yfir þessi umdeildu atvik og þessa dóma þar sem enginn skildi neitt. Það má sjá þá samantekt hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Dómarnir þar sem enginn skildi neitt Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
KA-menn fóru tómhentir frá Ásvöllum um helgina eftir sex marka tap. Dómarar leiksins fengu mikla athygli frá þjálfurum beggja liða eftir leik en sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki á sama máli og ósáttir þjálfarar. Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfara KA-liðsins, virtist hreinlega vera furðu lostinn í viðtali eftir leikinn en Seinni bylgjan fór yfir dómgæsluna í þætti sínum í gær. „Ég man bara ekki eftir öðrum eins leik. Annaðhvort var dómgæslan hræðileg eins og ég upplifði það á báða boga. Eða að leikmennirnir voru algjörir aular að geta ekki aðlagast línunni,“ sagði Jónatan Þór Magnússon sem þjálfar KA-liðið með Stefáni Árnasyni. Jónatan var þó ekki bara tapsár þjálfari ef marka má viðtalið við þjálfara sigurliðsins. „Línan hjá dómurunum í kvöld var langt frá því sem hún hefur verið í öðrum leikjum hjá okkur í vetur. Ekki bara í vetur því ég gæti örugglega tekið síðustu tímabil líka. Þetta var langt frá því sem við erum vanir. Við töluðum um það í hálfleik að reyna aðlagast þessu og ég hélt svona í byrjun að við hefðum náð því en við náðum aldrei að skilja þetta. Ég held að hvorugt liðið hafi skilið upp né niður í þessu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sagði að það væri langt um liðið síðan að hann hafi séð viðtöl við þjálfara beggja liða þar sem hefur verið svona rosalega mikið að tuða yfir dómurum. Seinni bylgjan fór því yfir þessi umdeildu atvik og þessa dóma þar sem enginn skildi neitt. Það má sjá þá samantekt hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Dómarnir þar sem enginn skildi neitt
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira