Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2019 20:03 Andri Már stofnaði Primera Air. Félagið sótti um greiðslustöðvun í október 2018. Vísir/getty Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. Þetta staðfestir Andri Már í samtali við Vísi en fyrst var greint frá á vef Túrista.Andri Már segir að búið sé að stofna ferðaskrifstofuna og sækja um ferðaskrifstofuleyfi hjá Ferðamálastofu. Töluverð vinna sé þó eftir og því segir hann ekki tímabært að tjá sig frekar um málið. Merki Aventura eins og það birtist með starfsauglýsingunum á Alfreð.is. Líkt og greint er frá á vef Túrista auglýsir Aventura eftir starfsfólki á vefnum Alfreð.is. Þar segir að Aventura sé ný íslensk ferðaskrifstofa sem hefja muni rekstur nú í janúar og bjóða Íslendingum „spennandi ferðaframboð með því að nýta sér nýjustu tækni í þróun bókunarkerfa til að finna hagkvæmustu ferðir fyrir viðskiptavini sína.“ Þá leiti Aventura að starfsfólki til að vinna með reynsluboltum úr íslenskri ferðaþjónustu. Auglýst er eftir sölustjóra á Íslandi sem og sölufulltrúum. Andri Már er stofnandi og fyrrverandi eigandi flugfélagsins Primera Air. Félagið varð gjaldþrota í október í fyrra. Í kjölfar greiðslustöðvunar Primera Air keypti TravelCo, félag í eigu Andra Más, allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group. Starfsemi félagsins á Íslandi fór fram undir merkjum ferðaskrifstofanna Heimsferða og Terra Nova. Arion banki eignaðist svo í sumar allt hlutafé í TravelCo og hugðist finna félaginu nýja framtíðareigendur.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Andri Már hefði verið forstjóri Primera Air. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum Einkaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á ferðaskrifstofusamstæðunni af Arion banka. Kaupin gætu klárast í þessum mánuði en óvíst er hvort íslensku eignirnar, Heimsferðir og Terra Nova, verða með í kaupunum. 13. nóvember 2019 06:30 TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21 770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. 4. september 2019 11:59 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. Þetta staðfestir Andri Már í samtali við Vísi en fyrst var greint frá á vef Túrista.Andri Már segir að búið sé að stofna ferðaskrifstofuna og sækja um ferðaskrifstofuleyfi hjá Ferðamálastofu. Töluverð vinna sé þó eftir og því segir hann ekki tímabært að tjá sig frekar um málið. Merki Aventura eins og það birtist með starfsauglýsingunum á Alfreð.is. Líkt og greint er frá á vef Túrista auglýsir Aventura eftir starfsfólki á vefnum Alfreð.is. Þar segir að Aventura sé ný íslensk ferðaskrifstofa sem hefja muni rekstur nú í janúar og bjóða Íslendingum „spennandi ferðaframboð með því að nýta sér nýjustu tækni í þróun bókunarkerfa til að finna hagkvæmustu ferðir fyrir viðskiptavini sína.“ Þá leiti Aventura að starfsfólki til að vinna með reynsluboltum úr íslenskri ferðaþjónustu. Auglýst er eftir sölustjóra á Íslandi sem og sölufulltrúum. Andri Már er stofnandi og fyrrverandi eigandi flugfélagsins Primera Air. Félagið varð gjaldþrota í október í fyrra. Í kjölfar greiðslustöðvunar Primera Air keypti TravelCo, félag í eigu Andra Más, allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group. Starfsemi félagsins á Íslandi fór fram undir merkjum ferðaskrifstofanna Heimsferða og Terra Nova. Arion banki eignaðist svo í sumar allt hlutafé í TravelCo og hugðist finna félaginu nýja framtíðareigendur.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Andri Már hefði verið forstjóri Primera Air. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum Einkaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á ferðaskrifstofusamstæðunni af Arion banka. Kaupin gætu klárast í þessum mánuði en óvíst er hvort íslensku eignirnar, Heimsferðir og Terra Nova, verða með í kaupunum. 13. nóvember 2019 06:30 TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21 770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. 4. september 2019 11:59 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum Einkaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á ferðaskrifstofusamstæðunni af Arion banka. Kaupin gætu klárast í þessum mánuði en óvíst er hvort íslensku eignirnar, Heimsferðir og Terra Nova, verða með í kaupunum. 13. nóvember 2019 06:30
TravelCo úr höndum Andra Más til Arion banka Arion banki hefur eignast allt hlutafé í TravelCo hf. og hyggst finna félaginu nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er. 20. júní 2019 18:21
770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. 4. september 2019 11:59