Handbolti

„Man ekki eftir því að hafa verið í betra formi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson

Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, hefur farið á kostum með spænska liðinu Barcelona í vetur.

„Mér líður mjög vel og þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur í vetur,“ sagði Aron við Guðjón Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins.

„Ég man ekki eftir því hvenær ég var í betra formi svo það eru engar afsakanir í janúar.“

Ísland mætir til leiks á EM í handbolta þann 11. janúar og mætir Danmörku í fyrsta leik.

Aron breytti um hlutverk hjá Barcelona í vetur, spilaði skyttu í stað leikstjórnanda.

„Það tók nokkra leiki að venjast því almennilega en þegar það datt inn þá var þetta bara frábært flæði.“

„Ég var svolítið í hlutverkinu í fyrra að búa til fyrir aðra í kringum mig og var lítið að hugsa um sjálfan mig. Núna er búið til meira fyrir mig, það tók nokkrar vikur að venjast því, en svo þegar ég varð meira agressívur þá kann ég að meta það.“

Klippa: Sportpakkinn: Aron líður vel í skyttustöðunni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×