Sigmar minnist föður síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2019 18:08 Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður. Vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og sonur Vilhálms Einarssonar frjálsíþróttamanns, minnist föður síns í færslu á Facebook í dag. Sigmar segist stoltur af föður sínum, bæði sem íþróttamanni og manneskju. Vilhjálmur lést í gær, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Hann lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála og var meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir. Þau eignuðust sex syni, Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Sá síðastnefndi byrjar minningarorð sín á því að minnast silfurverðlauna föður síns á Ólympíuleikunum árið 1956. „Elsku Pabbi minn kvaddi í gær. Opinberlega er hann Silfurmaðurinn frá Melbourne 1956, þar sem hann fékk silfurverðlaun á Olympíuleikunum. Hefur það afrek fylgt mér frá fæðingu og rifjað upp árlega við veitingu Íþróttamanns ársins. Það er því táknrænt að hann hafi kvatt okkur sama dag og kjör íþróttamanns ársins fór fram. Ég er svo sannarlega stoltur af því afreki föður míns,“ skrifar Sigmar. Þetta afrek hafi aldrei stigið Vilhjálmi til höfuðs. Sigmar kveðst þó stoltastur af pabba sínum sem manneskju. „Ég ólst upp hjá Skólameistaranum Vilhjálmi en ekki íþróttahetjunni. Afrek hans var eins og Íslendingasögurnar fyrir ungan dreng sem kom löngu seinna í heiminn. Pabbi minn missti aldrei tækifæri til þess kenna manni eitthvað nýtt, opna hugan gagnvart nýjum sjónarhornum eða segja sögur. Enda var aldrei þögn í bíltúrum eða yfir kaffibollanum, það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heiminum sem krefst umhugsunar og umræðu. Umburðarlyndi, kærleikur og rökhugsun var efst á blaði dygða hjá Pabba. Fordómaleysið algert og trú hans á að allir hefðu snilligàfu sem þyrfti bara finna og virkja var mikil.“Færslu Sigmars má lesa í heild hér að neðan. Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og sonur Vilhálms Einarssonar frjálsíþróttamanns, minnist föður síns í færslu á Facebook í dag. Sigmar segist stoltur af föður sínum, bæði sem íþróttamanni og manneskju. Vilhjálmur lést í gær, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Hann lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála og var meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir. Þau eignuðust sex syni, Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Sá síðastnefndi byrjar minningarorð sín á því að minnast silfurverðlauna föður síns á Ólympíuleikunum árið 1956. „Elsku Pabbi minn kvaddi í gær. Opinberlega er hann Silfurmaðurinn frá Melbourne 1956, þar sem hann fékk silfurverðlaun á Olympíuleikunum. Hefur það afrek fylgt mér frá fæðingu og rifjað upp árlega við veitingu Íþróttamanns ársins. Það er því táknrænt að hann hafi kvatt okkur sama dag og kjör íþróttamanns ársins fór fram. Ég er svo sannarlega stoltur af því afreki föður míns,“ skrifar Sigmar. Þetta afrek hafi aldrei stigið Vilhjálmi til höfuðs. Sigmar kveðst þó stoltastur af pabba sínum sem manneskju. „Ég ólst upp hjá Skólameistaranum Vilhjálmi en ekki íþróttahetjunni. Afrek hans var eins og Íslendingasögurnar fyrir ungan dreng sem kom löngu seinna í heiminn. Pabbi minn missti aldrei tækifæri til þess kenna manni eitthvað nýtt, opna hugan gagnvart nýjum sjónarhornum eða segja sögur. Enda var aldrei þögn í bíltúrum eða yfir kaffibollanum, það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heiminum sem krefst umhugsunar og umræðu. Umburðarlyndi, kærleikur og rökhugsun var efst á blaði dygða hjá Pabba. Fordómaleysið algert og trú hans á að allir hefðu snilligàfu sem þyrfti bara finna og virkja var mikil.“Færslu Sigmars má lesa í heild hér að neðan.
Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48
Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58