Virðingarleysi að skipa astmasjúklingum úr borginni yfir áramótin Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. desember 2019 12:52 Flugeldaskot getur haft mikil áhrif á líðan astmasjúklinga. vísir/vilhelm Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún. Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún.
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00