Erlent

Elsti nas­hyrningur heims allur

Atli Ísleifsson skrifar
Fausta drapst á föstudaginn.
Fausta drapst á föstudaginn. Ngorongoro verndarsvæðið

Nashyrningur sem talinn er hafa verið elstur sinnar tegundar í heiminum, er allur. Hin 57 ára Fausta drapst á Ngorongoro-verndarsvæðinu í Tansaníu á föstudaginn.

Fausta var kvendýr og varði mestum hluta lífsskeiðs síns á sléttum Tansaníu. Hún var flutt á verndarsvæðið fyrir þremur árum eftir ítrekaðar árásir hýena.

Fyrstu heimildir um Fausta eru frá árinu 1965, en þá var hún skráð af vísindamanni á vegum Háskólans í Dar es Salaam. Dýrið var þá þriggja eða fjögurra ára gamalt.

Í frétt Guardian segir að meðallífslíkur nashyrninga séu á milli 37 til 43 ár, en að þeir geti orðið rúmlega fimmtugir ef þau hafast við á verndarsvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×