Innlent

Gekk brösu­lega að finna lendingar­stað fyrir þyrluna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn flytja manninn niður af Breiðamerkurjökli.
Björgunarsveitarmenn flytja manninn niður af Breiðamerkurjökli. Landsbjörg

Maðurinn sem hlaut opið beinbrot þegar hann féll á Breiðamerkurjökli í dag er kominn niður af jöklinum og um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flýgur með hann á sjúkrahús í Reykjavík.

Maðurinn, sem er leiðsögumaður, var á göngu um jökulinn með hóp fólks þegar hann datt. Björgunarmenn náðu til hans um klukkan þrjú og hófu þá að bera hann niður. Aðstæður á jöklinum voru erfiðar, búið var að rigna töluvert og jökullinn því hálli en ella.

Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið kominn niður af jöklinum um klukkan hálf sex. Þá hafi ferðin niður gengið þokkalega vel en erfiðlega gekk þó að finna lendingarstað fyrir þyrluna.

„Hann var með opið beinbrot og var því kvalinn þannig að menn vönduðu sig við þetta. En það gekk brösulega að finna stað þar sem ekki var of blautt til að þyrlan gæti lent.“

Hópurinn sem maðurinn var með var þegar fluttur niður af jöklinum síðdegis. Þá var notast við svokallaða svifnökkva, eins konar sjúkraflutningabörur með upplásnum belgjum, til að flytja manninn. Búist er við að þyrlan lendi með manninn í Reykjavík í kvöld.


Tengdar fréttir

Slys varð á Breiðamerkurjökli

Þyrla landhelgisgæslunnar er á leiðinni austur að Breiðamerkurjökli en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan eitt í dag þegar íslenskur karlmaður féll á jöklinum og slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×